Kjarni vefur 22.5.1
Sölustaðir breytt í Mötuneyti og verslanir
Í hliðarvalmynd á Kjarna vef hefur heitinu verið breytt í Mötuneyti og verslanir sem áður var Sölustaðir.
Teymið mitt - Leit í afmælis- og starfsafmælislista
Leit hefur verið bætt við í afmælis- og starfsafmælislista undir Teymið mitt.
Teymið mitt - smella á nafn starfsmanns
Núna er hægt að smella á nafn starfsmanns í gegnum lista yfir afmælisbörn og starfsafmæli.
Teymið mitt - Endadagsetning 31.12.9999 sett í læsilegri texta
Á þeim flísum þar sem færslur voru með endadagsetningu 31.12.9999 hefur nú verið sett í læsilegri texta - ólokið, í gildi, núverandi starf.
Teymið mitt - dagsetningum bætt við flísina Hæfni
Dagsetningum var bætt við flísina Hæfni.
Teymið mitt - Samskipti
Dagsetning Gildir frá hefur verið bætt við færslur í flís fyrir Samskipti.
Teymið mitt - Rafræn undirritun
Bætt var við flís fyrir rafræna undirritun í Teymið mitt. Getur stjórnandi þá séð hvaða skjöl viðkomandi starfsmaður hefur fengið sent til undirritunar, stöðuna á þeim og hvenær þau renna út. Einnig er hægt að senda skjal til undirritunar í gegnum flísina. Ef óskað er eftir því að fá þessa flís inn í teymið mitt skal senda beiðni á service@origo.is
Teymið mitt - Í námsleyfi og Í veikindaleyfi ekki að birtast
Starfsmenn með ráðningarmerkinguna Í námsleyfi og Í veikindaleyfi voru ekki að birtast undir Teymið mitt. Þetta hefur verið lagað.
Teymið mitt - Orlofsúttekt mánaðar var ekki að birtast
Orlofsúttekt mánaðar var ekki að birtast undir Teymið mitt. Þetta hefur verið lagað.
Starfsmannalisti > Sýnileg gögn - bætt við skrunstiku
Undir Sýnileg gögn í starfsmannalistanum undir Mannauður var listinn orðin mjög langur. Var því bætt við skrunstiku til að bæta útlitið og vinnslu með listann.
Starfsmannalisti - bætt við svæðinu Flokkun
Svæðinu Flokkun úr spjaldinu Tenging innan fyrirtækis var bætt við starfsmannalistann. Athugið að viðskiptavinir geta látið þetta svæði heita eitthvað annað en Flokkun en það er stillingaratriði. Hægt er að senda beiðni á service@origo.is ef vilji er fyrir að láta þetta svæði heiti eitthvað annað.
Mannauður > Stofngögn > bæta við dálknum vísi í Jafnlaunavottun
Í stofngögnum fyrir Jafnlaunavottun er búið að bæta við vísi í yfirviðmið og undirviðmið.
Mannauður > Stofngögn > Styrkir
Í stofngögnum fyrir Styrkir vantaði inn textasvæðið sem er í boði í client. Því hefur verið bætt við.
Bætt við stofna/breyta virkni á flísar í Teymið mitt og á umsækjendum
Bætt var við stofna/breyta virkni á flísar í Teymið mitt og á umsækjendum.
Mannauður > Starfsmannaferlar
Búið er að bæta við aðgerðinni Starfsmannaferlar í hliðarvalmynd undir Mannauður. Í Starfmannaferlar er hægt að stofna nýja starfsmenn. Ef starfsmaðurinn er nú þegar til í kerfinu koma valmöguleikar um endurráðningu, ef starfsmaðurinn er hættur störfum, tilfærslu eða að bæta við starfi ef starfsmaðurinn er í starfi í dag. Sjá upplýsingar í handbók hér.
Mannauður > Orlof - bætt við excel hnappi
Í listum undir Orlof hefur verið bætt við excel hnappi.
Mannauður > Orlof - sía fyrir Skipulagseining nr. og Fyrirtæki nr.
Sían fyrir Skipulagseining nr. og Fyrirtæki nr. var ekki númerið heldur nafn. Þetta hefur verið lagað.
Launasamþykkt - Breytingar til að hraða á “Sjá allar”
Gerð hefur verið breyting á hnappnum “Sjá allar” í launasamþykkt þar sem aðgerðin var að sækja allar lokaðar samþykktir í kerfinu.
Núna eru sóttar lokaðar launasamþykktir fyrir núverandi ár og hægt er að velja eldri ár í fellilista við hliðina á hnappnum.
Launaþróunarskýrsla - lagfæra flutning í excel
Gerð hefur verið sú lagfæring á flutningi launaþróunarskýrslu í excel að núna birtast fjárhæðir úr öllum dálkum hvort sem búið var að sprengja þá út eða ekki.
Laga launaþróunarskýrslu
Gerð hefur verið lagfæring á launaþróunarskýrslu þannig að hægt að filtera niður á hópa og kostnaðarstöðvar. Einnig haldast dálkaheiti þegar skrollað er niður.
Launabreytingar á vef
Undir Laun á Kjarna vef er nú hægt að stofna launabreytingar starfsmanna. Sjá nánari upplýsingar hér: Launabreytingar á vef
Rafrænar undirritanir - gildum (mail merge) bætt við í sniðmát
APPAIL-9049 / APPAIL-7405 / APPAIL-9194
Bætt hefur verið við gildum (mail merge) í sniðmátin. Eru þetta t.d. gildi úr grunnlaunaspjaldi, skattkorti, gildi af stöðunni og úr starfsmannaspjaldi. Passa þarf að ef gildið sem er valið inn skilar prósentutölu að þá þarf prósentutáknið ( % ) að vera í sniðmátinu sjálfu, gildið skilar bara heiltölu en ekki prósentutákninu.
Rafrænar undirritanir - Undirskriftir
Listanum Undirskriftir hefur verið breytt. Núna birtir hann líka upplýsingar um eiganda skjals, hvenær undirskrift rennur út og netfangið sem var sent á. Núna birtist líka ein færsla fyrir hvern sem sent var á, t.d. ef sent var á tvo aðila kemur ein lína fyrir hvorn aðila s.s. 2 línur. Einnig hefur verið bætt við leitarmöguleika og hægt að leita eftir Heiti skjals, Nafni undirritanda og Eiganda skjals. Auk þess er hægt að sía á stöðu undirritunar.
Rafrænar undirritanir - framlengja undirritun
Bætt hefur verið við valmöguleika að framlengja undirritun, t.d. ef undirritun hefur runnið út og undirritandi hefur ekki enn skrifað undir.
Rafrænar undirritanir - stilling fyrir undirritendur í stað næsta yfirmanns
Bætt hefur verið við stillingu þar sem hægt er að skilgreina undirritendur sem koma sjálfkrafa í stað næsta yfirmanns. Ef óskað er eftir að bæta þessari stillingu við skal senda beiðni á service@origo.is
Rafrænar undirritanir - tölvupóstur á eiganda skjals með afrit af skjali
Bætt var við virkni að þegar allir aðilar hafa undirrita skjal rafrænt sendist tölvupóstur á eiganda skjalsins með afriti af skjalinu undirrituðu.
Rafrænar undirritanir - senda starfslýsingu af stöðu í undirritun
Núna er hægt að senda starfslýsinguna sem hengd er á stöðuna í rafræna undirritun. Er þá sú starfslýsing sótt beint á stöðuna. Athugið að þetta er sér flipi sem er þarf að birta í rafrænum undirritunum og þarf að senda beiðni á service@origo.is ef óskað er eftir að fá þessa virkni inn.
Viðvera - Inni/Úti listi
Inni/Úti listinn hefur verið lagfærður að núna haldast nöfnin föst þegar skrunað er til hægri.
Upphafsvalmynd - bæta inn prósentu
Prósentuhlutfalli hefur verið bætt við flísar á upphafsvalmynd.
Upphafsvalmynd - Sýnileg gögn bætt við í valmynd fyrir Ráðningar og Mötuneyti og verslanir
Sýnileg gögn var bætt við valmyndina fyrir Ráðningar og Mötuneyti og verslanir.
Frammistöðumat - sýn yfirmanns flutt á Kjarna vef
Sýn yfirmanns fyrir frammistöðumat hefur verið flutt á Kjarna vefinn. Öll vinnsla yfirmanns á frammistöðumati fer því fram á Kjarna vefnum núna.
Frammistöðumat - hægt að sjá svör eftir að þau hafa verið send inn
Núna getur yfirmaðurinn séð svörin sín eftir að hafa sent frammistöðumatið.
Gátlistar - viðbætur í Tengdir gátlistar
Bætt hefur verið við Sýnileg gögn þar sem hægt er að velja inn fleiri dálka í listann. Einnig var dálknum næsti yfirmaður breytt í Ábyrgðaraðili en bætt var við að hægt er að bæta við dálknum Næsti yfirmaðuri út Tenging innan fyrirtækis. Núna er líka hægt að smella á heitið á gátlista til að opna hann. Þeim gátlistum sem er lokið eru svo komnir í sér flipa.
Gátlistar - senda tölvupóst
Bætt hefur verið við virkni að senda tölvupóst á starfsmann í gegnum Tengdir gátlistar. Getur þetta nýst t.d. ef ef kalla þarf eftir ákveðnum gögnum frá starfsmanni.
Gátlistar - magnvinnsla
Bætt hefur verið við virkninni Magnvinnsla. Er þá hægt að vinna með gátlista fyrir fleiri en einn starfsmann í einu. Sjá nánar í handbók hér.
Gátlistar - Tengdir gátlistar - sjá hver breytti færslu
Núna þegar gátlisti er opnaður á starfsmanni er hægt að sjá hver breytti færslunni (hakaði við) seinast.
Gátlistar - hægt að smella á hlekki
Ef hlekkur er settur í gátlistasniðmát er hægt að smella beint á hann í gátlistanum sem tengdur er á starfsmann.