Starfsmannavefur 22.5.1

Fela ráðningarmerkingu og tegund ráðningar í starfsmannaleit

APPAIL-4065

Bætt hefur verið við stillingu til að hægt sé að fela ákveðna ráðningarmerkingu og tegund ráðningar í starfsmannaleit. Ef óskað er eftir því að bæta þessari virkni við skal senda beiðni á service@origo.is. Athugið að ef þessar stillingar eru ekki inni þá er engin breyting á því sem verið hefur, þ.e. það birtast ekki starfsmenn með ráðningarmerkinguna Hættur og Á starfslokasamningi og tegund ráðningar Ytri aðili. Það þarf bara að bæta þessum stillingum við ef óskað er eftir að bæta við fleiri ráðningarmerkingum en Hættur og Á starfslokasamningi eða fleiri tegundum ráðningar en Ytri aðili.

Flís fyrir Dagpeningabeiðni

APPAIL-8970

Bætt hefur verið við flís fyrir Dagpeningabeiðni. Getur starfsmaður þá stofnað beiðni sem sendist á næsta yfirmann til samþykktar. Ef óskað er eftir að birta þessa flís á stafsmannavefnum skal senda beiðni á service@origo.is

Bætt við stillingu til að breyta heiti á flísinni Viðvera - Tímaskráningar í Fjarvera - Tímaskráningar

APPAIL-9408

Bætt hefur verið við stillingu til að breyta heitinu á flísinni Viðvera - Tímaskráningar í Fjarvera - Tímaskráningar. Ef óskað er eftir að fá þessa stillingu inn skal senda beiðni á service@origo.is

Tímaskráningar - Breyting á stofnun færslu.

APPAIL-9276

Núna, þegar smellt er á Skrá tíma á flísinni Tímaskráningar þá birtist fjöldi tíma default m.v. vinnutímaskyldu sem skráð er í vinnutímaspjald starfsmanns í Kjarna, hægt er að breyta fjölda tíma í þessu svæði þegar tímar eru skráðir. Ef viðskiptavinir vilja hins vegar frekar hafa Inn og Út fyrir stimplun þá er hægt að setja inn stillingu til að birta það. Ef óskað er eftir að fá þessa stillingu inn skal senda beiðni á service@origo.is

Tímaskráningar - Kerfið stingur upp á fjölda tíma til að skrá m.v vinnuskyldu.

APPAIL-9348

Ef fleiri en ein færsla er skráð innan dags þá stingur kerfið upp á þeim tímafjölda til skráningar sem eftir sem eftir stendur m.v. vinnuskyldu dagsins.

Tímaskráningar - upplýsingar um eftirstöðvar á tímafjölda

APPAIL-9272

Bætt hefur verið við upplýsingum um eftirstöðvar á tímafjölda. Birtist því núna eftirstöðvar, skráðan tíma og vinnuskyldu.

Frammistöðumat - sýn yfirmanns flutt á Kjarna vef

APPAIL-7112

Sýn yfirmanns fyrir frammistöðumat hefur verið flutt á Kjarna vefinn. Öll vinnsla yfirmanns á frammistöðumati fer því fram á Kjarna vefnum núna.

Frammistöðumat - hægt að sjá svör eftir að þau hafa verið send inn

APPAIL-9320

Núna getur starfsmaðurinn séð svörin sín eftir að hafa sent frammistöðumatið.

Skilaboð bætt þegar engin skjöl eru í skjalaskáp

APPAIL-9140

Skilaboðin sem koma þegar engin skjöl eru í skjalaskáp voru bætt.