Útgáfa 23.2.3
Útgáfudagur 3. október 2023.
Rafrænar undirritanir - tölvupóstur ekki að skila sér eftir fyrstu undirritun
Í útgáfu 23.2.1 var bætt við röðun undirritenda þegar skjal er sent í rafræna undirritun. Í einhverjum tilfellum var tölvupósturinn ekki að skila sér eftir að fyrsta undirritandi hafði undirritað skjalið. Þetta hefur verið lagað.
Inni/úti á starfsmannavef
Í útgáfu 23.2.1 var Inni/úti bætt við á starfsmannavefnum, sjá hér: Starfsmannavefur 23.2.1 . Í þessari útgáfu er verið að gera endurbætur og lagfæringar á þessari nýjung. Er t.d. núna hægt að takmarka listann sem hægt er að sía á við ákveðnar skipulagseiningar. Ef óskað er eftir því að fá þá nýjung inn skal senda beiðni á service@origo.is
Launasamþykkt á Kjarna vef
Eftir útgáfu 23.2.1 voru yfirmenn að lenda í vandræðum með að samþykkja laun á Kjarna vef. Þetta hefur verið lagað.