Ráðningar 22.5.1
Stofnað þann dagsetning í Umsóknir og svör
Stofnað þann dagsetningin í listanum Umsóknir og svör var ekki að birta rétta dagsetningu, þ.e. viðkomandi sótti um þetta tiltekna starf. Þetta hefur verið lagað.
Stilling til að fela hnappinn Ný auglýsing
Búið er að bæta við stillingu þar sem hægt er að fela hnappinn Ný auglýsing. Ef óskað er eftir að fá þessa stillingu inn þarf að senda beiðni á service@origo.is
Tölvupóstsendingar við stöðubreytingar á umsókn
Sú virkni hefur verið í client þar sem hægt var að láta kerfið senda tölvupóst á skilgreint netfang ef stöðu umsóknar fyrir tiltekna auglýsingu var breytt á umsækjanda. Þessari virkni hefur nú líka verið bætt við Kjarna vefinn. Ef óskað er eftir að fá þessa virkni inn skal senda beiðni á service@origo.is.
Birta stöðu umsóknar á flís fyrir Umsóknir
Á umsækjanda birtist núna staða umsóknar fyrir hverja auglýsingu á flísinni Umsóknir.
Meðmæli á umsækjanda
Núna er hægt að sjá hver skráði/breytti seinast lýsingunni á meðmælum.
Villuskilaboð fyrir rafræna innskráningu á umsóknarvef löguð
Villuskilaboð fyrir rafræna innskráningu á umsóknarvef voru löguð.
Hæfni - geta falið hæfni á umsóknarvef
Búið er að bæta við haki Fela á vef í stofngögnum fyrir hæfni. Ef hakað er í þetta þá birtist hæfnin ekki í lista á umsóknarvefnum en hún birtist áfram í lista á starfsmannavefnum og Kjarna vefnum.
Fyrirsögn á auglýsingu ekki að birtast öll í síma og spjaldtölvu
Ef fyrirsögn á auglýsingu er mjög löng þá var hún ekki öll að birtast í síma og spjaldtölvu. Þetta hefur verið lagað.
Lagfæringar á töflu fyrir auglýsingar
Gerðar voru nokkrar lagfæringar á leit, síum og exporti í excel í listanum Umsóknir og svör.
Athugasemdir á umsækjanda
Búið er að bæta við athugasemdaflís á umsækjandan en áður var bara athugasemdarflís á umsókn. Eru athugasemdir merktar með Umsækjandi eða Umsókn eftir því hvort athugasemdin tilheyri umsækjandanum eða umsókninni. Þær athugasemdir sem skráðar eru á umsókn birtast ekki á athugasemdaflísinni á umsækjandanum en þær athugasemdir sem tilheyra umsækjandanum birtast á athugasemdaflísinni á öllum umsóknum sem umsækjandinn á.
Þekking og reynsla - síur
Undir Þekking og reynsla hefur verið bætt við síum á dálkana.
Umsækjendaleit - leit í viðhengjum
Í umsækjendaleit er hægt að leita í viðhengjum en áður var bara hægt að leita að heiti viðhengja en ekki texta inn í viðhenginu sjálfu. Búið er að bæta við virkni þannig að leitin nær núna til texta sem er inn í viðhenginu sjálfu.
Ráðningar > Stofngögn > Bréf - mail merge svæðum bætt við
Í sniðmátum fyrir ráðningar á Kjarna vefnum var ekki í boði að setja inn mail merge svæði. Því hefur verið bætt við.
Ráðningarferli > Tilfærsla
Í tilfærslu var verið að sækja núverandi færslu starfsmanns í Tenging innan fyrirtækis. Það var að valda ruglingi hjá notendum. Er því ekki lengur verið að sækja núverandi færslu í Tenging innan fyrirtækis og kemur þetta svæði því tómt eins og í öðrum ferlum.