Viðvera 22.5.1
Breyting á stofna/uppfæra færslu
Búið er að breyta að þegar stofnuð er færsla er bara settur inn tímafjöldinn. Áður þurfti að setja inn inn og út tíma. Hægt er að setja inn stillingu sem birtir inn og út tíma þegar færsla er stofnuð. Ef óskað er eftir því að fá inn þá virkni þarf að senda beiðni á service@origo.is
Kerfið fylli upp í vinnuskyldu dagsins þegar færsla er stofnuð
Bætt var við að ef færsla er stofnuð og búið er að skrá tíma þann dag að þá kemur kerfið sjálfkrafa með þann tímafjölda sem eftir er til að fylla upp í vinnuskyldu.
Stofna færslu fyrir marga starfsmenn í einu
Bætt var við virkni að núna er hægt að stofna færslu á marga starfsmenn í einu.