...
Ef þau fyrirtæki sem á að birta tölfræði fyrir á Kjarnavef eru talin upp í stillingunni Hr.Statistics.Companies þá birtast núna eingöngu þau fyrirtæki í leitarlistanum. Einnig birtast núna eingöngu þær skipulagseiningar í leitinni sem tilheyra þeim fyrirtækjum sem skilgreind eru í stillingunni.
Starfsmannamyndir - Birting á vefum frá viðhengjaspjaldi
Núna er hægt að birta starfsmannamyndir á starfsmannavef og Kjarnavef sem settar eru í viðhengjaspjald starfsmanna (á tegund skjals = Mynd) ef notendur kjósa það í stað þess að vera með starfsmannamyndir á vefslóð í stillingunni Xap.EmployeeMaster.ImagePath. Ath. ef þessi virkni er notuð þá verður að vera lesaðgangur að skjalatýpunni Mynd fyrir alla starfsmenn í starfsmannavefshlutverkinu svo að myndir af starfsmönnum birtist á afmælisflísinni á starfsmannavefnum. Ef óskað er eftir að bæta þeim aðgangi við skal senda beiðni þess efnis á service@origo.is