...
Þarna birtast allar launabreytingar sem stofnaðar hafa verið á völdu tímabili.
Hægt að smella á nafn og upp kemur sami gluggi og þegar launabreytingin var stofnuð. Þessi gluggi er einungis til skoðunar og engu hægt að breyta þar.
Ef stjórnandi má Samþykkja eða hafna launabreytingu þarf að bæta þeim möguleika inn í hlutverk viðkomandi. Ráðgjafar Origo aðstoða við það.
Launa- og mannauðsdeildir þurfa að fylgjast með breytingum þarna og handgera breytingar á grunnlaunasjöldum þeirra starfsmanna sem fá breytingu á launum.
Rafræn undirritun
Einnig er hægt að senda samþykkta launabreytingu í rafræna undirritun. Til þess að kveikja á þeirri virkni þarf að setja inn skipun í vefgildi. Ráðgjafar Origo aðstoða við það og hægt er að senda beiðni á service@origo.is.
...
Þegar búið er að kveikja á rafrænni undirritun er virknin þannig þegar smellt er á “Samþykkt” þá poppar upp gluggi sem spyr hvort stofna eigi skjal til rafrænnar undirritunar
...
Þegar smellt er á “já” kemur upp form fyrir bréfið sem fylla þarf út í með sama hætti og fyrir önnur bréf sem send eru til rafrænnar undirritunar.
Þegar formið er útfyllt er smellt á “Senda skjal”
...