...
Aðgangur að flipanum Launakerfi í starfsmannaspjaldi
Viðbótaraðgangsstýringu hefur verið bætt við fyrir flipann Launakerfi í starfsmannaspjaldi. Þeir viðskiptavinir sem nota þennan flipa þurfa því að senda póst á service@origo.is og tiltaka í hvaða aðgangshlutverk bæta eigi þessum aðgangi í.
Launafulltrúi erfður af skipulagseiningu
Ef launafulltrúi, sem skráður er á starfsmann, er erfður af skipulagseiningu þá kemur hann í dálkinn Erfður launafulltrúi í listunum Starfsmenn og Tenging innan fyrirtækis. Ef launafulltrúi er skráður á starfsmann í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis þá kemur hann í dálkinn Launafulltrúi í listunum Starfsmenn og Tenging innan fyrirtækis. Hafa þarf því báða þessa dálka í listunum ef verið er að nota þessa flokkun fyrir starfsmenn.