...
Valmöguleika á að sameina reiti í listum hefur verið bætt við möguleikann Stillir. Það getur verið þægilegt að sameina reiti á þennan hátt ef það er mikið af eins gildum í listanum, því augað er þá fljótara að nema línurnar þegar breytingar hafa orðið á gögnunum. Í stilli er einnig hægt að kveikja og slökkva á flokkun, fæti og síum.
...
Vefþjónusta með samandregnum launaupplýsingum per kostnaðarstöð niður á skipulagseiningu
Til er vefþjónusta með samandregnum launaupplýsingum per kostnaðarstöð út frá fyrirtæki. Núna hefur verið bætt við vefþjónustu með samandregnum launaupplýsingum per kostnaðarstöð niður á skipulagseiningu. Athugið að ef þessi vefþjónusta er notuð þarf að hafa í huga að hún getur gefið aðgang að launum niður á einstaka starfsmenn ef það er skipulagseining sem inniheldur bara einn starfsmann. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum skal senda beiðni á service@origo.is