Vefþjónusta - Vefþjónusta fyrir námskeið skilar fjölda tíma
V2 þjónustan fyrir námskeið (https://vidskiptavinur-api.starfsmenn.is/kjarni/api/v2/Courses) var ekki að skila niðurstöðum fyrir fjölda tíma sem skráðir voru á námskeiðin. Þetta hefur verið lagað.
Vefþjónusta - Orlofsþjónusta skilar kostnaðarstöð
V2 þjónustan fyrir orlofsyfirlit var ekki að skila niðurstöðum fyrir kostnaðarstöð nema þegar kostnaðarstöðin var yfirskrifuð á stöðuna. Þetta hefur verið lagað og skilar þjónustan nú einnig niðurstöðum fyrir kostnaðarstöð þegar hún erfist frá skipulagseiningu.
Vefþjónusta - Hlutir í láni
V2 þjónustan fyrir spjaldið Hlutir í láni var ekki að skila nafni á hlut í láni þannig útbúið var expand frá tegund hlutar í láni þannig að núna er hægt að fá nafn hlutar í láni í kallinu með því að kalla á það svona; https://vidskiptavinur-api.starfsmenn.is/kjarni/api/v2/EmployeeMasterObjectOnLoans?$expand=HrObjectType
Ný aðgangsstýring fyrir ytri aðila í Teríu (Mötuneyti og verslanir) á Kjarnavef
Nú er hægt að gefa aðgang niður á fyrirtæki í listanum yfir Ytri viðskiptavini.
Notendur - Hnappar faldir
Í listanum Notendur (Aðgerðir > Notendur) voru hnapparnir Stofna, Eyða og Afrita faldir. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að reynt sé að stofna og eyða notendum í þessum lista.
Geta flutt fleiri en einn lista í Excel án þess að vista skjalið
Þegar listar voru flutt úr Kjarna í Excel fengu skjölin nafnið tempfile. Excel leyfði ekki að opna fleiri en eitt skjal með sama nafni og þess vegna þurfti notandi að vista fyrra skjalið með einhverju nafni til þess að geta opnað annað tempfile skjal. Þessu hefur nú verið breytt þannig að þegar listar eru fluttur úr Kjarna í Excel þá bætist guid fyrir aftan tempfile nafnið. Þetta guid er mismunandi á milli skjala og því fá þessi skjöl ekki sama nafnið og því ekkert vandamál að flytja fleiri en einn lista yfir í Excel án þess að þurfa að vista skjalið.
Stillir - möguleiki á að sameina reiti
APPAIL-10684
Valmöguleika á að sameina reiti í listum hefur verið bætt við möguleikann Stillir. Það getur verið þægilegt að sameina reiti á þennan hátt ef það er mikið af eins gildum í listanum, því augað er þá fljótara að nema línurnar þegar breytingar hafa orðið á gögnunum. Í stilli er einnig hægt að kveikja og slökkva á flokkun, fæti og síum.
Vefþjónusta með samandregnum launaupplýsingum per kostnaðarstöð niður á skipulagseiningu
Til er vefþjónusta með samandregnum launaupplýsingum per kostnaðarstöð út frá fyrirtæki. Núna hefur verið bætt við vefþjónustu með samandregnum launaupplýsingum per kostnaðarstöð niður á skipulagseiningu. Athugið að ef þessi vefþjónusta er notuð þarf að hafa í huga að hún getur gefið aðgang að launum niður á einstaka starfsmenn ef það er skipulagseining sem inniheldur bara einn starfsmann. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum skal senda beiðni á service@origo.is