...
Starfi hefur verið verið bætt inn í listann fyrir stöður. Í tengslum við jafnlaunavottun hefur aukist að viðskiptavinir noti starf í Kjarna og því gott að sjá listann yfir stöður með starfinu þar sem tvær stöður geta verið með sama nafni en sitthvort starfið tengt á hvora stöðu.
Starfsmenn birtast í starfsmannatrénu þrátt fyrir að vera með enga færslu í Tenging innan fyrirtækis
Núna birtast starfsmenn í starfsmannatrénu þótt ekki sé búið að stofna færslu í Tenging innan fyrirtækis. Áður þurfti að velja "Birta hætta starfsmenn" til að fá starfsmanninn upp ef ekki var búið að stofna færslu í Tenging innan fyrirtækis.