...
Spjald fyrir fasta liði - breytingar á útliti.
Ef svæði eru yfirskrifuð í föstum liðum, þá koma þær upplýsingar bláletraðar á meðan annað er svartletrað.
Til viðbótar þá var svæðið fyrir númer launaliðar stækkað, þannig að allt númerið sjáist strax þegar það er slegið inn og einnig er nú leyfilegt að eyða út upphæð úr upphæðasvæði og skilja svæðið eftir autt.
Þegar listinn Fastir liðir er keyrður upp úr hliðarvali > Kjarni > Mannauður, þá koma yfirskrifaðar færslur einnig bláletraðar í þeim lista. Inn í þann lista var einnig bætt inn eftirfarandi atriðum, en þau eru aðgengileg í tákninu "Velja dálka"
Kennitala starfsmanns; stéttarfélag hans, númer og nafn; samningur, launaflokkur og þrep; Greiðsluform og greiðslutíðni; Tímabil launaliðar, ef yfirskrifað; Fyrirtæki, númer og nafn; Skipulagseining, númer og nafn; kostnaðarstöð, númer og nafn og loks staða, númer og nafn.
.Pivot fyrir lífeyrissjóði
...
Launaseðlar starfsmanna birtast ekki í viðhengjaspjaldinu. Fara þarf í spjaldið Launaseðlar til að skoða launaseðil starfsmanns.
Archive á launaseðlum þegar útborgun er lokað
Þegar launaútborgun er lokað, vistast launaseðlar í spjaldi starfsmanns, Launaseðlar.
Ef útborgun er opnuð aftur, er vistun eytt.
Launaseðlar vistast sem "mynd" þannig að t.d. áramótastaða breytist ekki þó útborgunum fjölgi.
Launaseðlar í hliðarvalmynd og í launahring sækja archive-aða launaseðla
Ef útborgun er lokuð þá ætti að vera til launaseðill í skjalaskáp. Byrjað er á því að reyna að finna það skjal. Ef það er til þá er það opnað.
Ef það er ekki til þá birtast skilaboð svo notandinn sé meðvitaður um að launaseðillinn sé myndaður en ekki sóttur í skjalaskáp.