Aldurshækkanir - eingöngu skoðaðir samningar með hækkunarreglur
Nú skoðar Kjarni eingöngu þá samninga sem eru með skilgreindar hækkunarreglur þegar aðgerðin aldurshækkanir er keyrð.
Upplýsingar sóttar í grunnlaunaspjald - Fastir liðir
Upplýsingar um - Samning nr - Launaflokk - Þrep - Greiðsluform - Greiðslutíðni er nú sótt af grunnlaunaspjaldi þegar nýr launaliður er stofnaður í föstum liðum.
Spjald fyrir fasta liði - breytingar á útliti.
Ef svæði eru yfirskrifuð í föstum liðum, þá koma þær upplýsingar bláletraðar á meðan annað er svartletrað.
Til viðbótar þá var svæðið fyrir númer launaliðar stækkað, þannig að allt númerið sjáist strax þegar það er slegið inn og einnig er nú leyfilegt að eyða út upphæð úr upphæðasvæði og skilja svæðið eftir autt.
Þegar listinn Fastir liðir er keyrður upp úr hliðarvali > Kjarni > Mannauður, þá koma yfirskrifaðar færslur einnig bláletraðar í þeim lista.
.Pivot fyrir lífeyrissjóði
Hliðarval > Kjarni > Mannauður > Lífeyrissjóðir.
Bætt hefur verið við tákni fyrir pivot lista í tækjaslá listans Lífeyrissjóðir. Nú er hægt að greina á einfaldan hátt í pivot lista hversu margir greiða í hvaða lífeyrissjóð, hvernig aldurskipting er á milli sjóða o.s.frv.
Staðgreiðsla reiknast í 2. þrepi áður en 1. þrep er fyllt
Í þeim tilfellum þar sem starfsmaður með fleiri en eitt launamannanúmer var í tveimur útborgunum fyrir sama tímabil þá reiknaðist þrepaskipting staðgreiðslu ekki rétt, þetta hefur nú verið lagað.
Bæta við "splitter" í ávinnslur og launaáætlun þ.a. hægt sé að stækka svæði fyrir launamannatré
Nú hefur einnig verið bætt við "splitter" í skráningu á ávinnslum og launaáætlun.
Nú er hægt að minnka svæðið fyrir launamannatréð í skráningu á launum, ávinnslu og launaáætlun og stækka þannig skráningarsvæðið.
Vallisti þegar dálkahópur er valinn
Bætt var við fellivali í tákninu þrír punktar í svæðinu númer dálkahóps, þannig að hægt er að skoða hvaða dálkahópar eru til þegar nýr er stofnaður.
Launaseðlar birtast ekki í viðhengjaspjaldinu
Hliðarval > Starfsmenn> Valinn starfsmaður > Launaseðlar
Launaseðlar starfsmanna birtast ekki í viðhengjaspjaldinu. Fara þarf í spjaldið Launaseðlar til að skoða launaseðil starfsmanns.