...
Áminningar voru að sendast út fyrir hætta starfsmenn. Því hefur nú verið breytt. Ef ekki á að senda út áminningu fyrir starfsmenn sem eru hættir þarf að setja inn stillinguna Reminder.Excluded.EmployeeStatuses í Stillingar og í Gildi eru talin upp númer þeirra ráðningarmerkinga sem á að undanskilja. Ef stillingin er ekki sett inn þá sendast áminningar fyrir hætta starfsmenn áfram.
Hafið samband við ráðgjafa okkar ef óskað er eftir aðstoð við að setja inn þessa stillingu, service@origo.is.
Spjaldið Tenging innan fyrirtækis - Starfsmaður í tímaskráningarkerfi
Í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis hefur verið gerð sú breyting að þegar starfsmaður er skráður Hættur, Á starfslokasamningi eða Á eftirlaunum þá fer hakið úr Starfsmaður í tímaskráningutímaskráningarkerfi sjálfkrafa.
Virknin er eins þegar aðgerðin Starfslok starfsmanna er framkvæmd.Það hefur líka verið lagað að ef hakað er sérstaklega í svæðið þrátt fyrir þessar ráðningarmerkingar þá birtist hakið alltaf þegar farið er inn í spjaldið eftir á.
Starfslok starfsmanna - Starfsmaður í tímaskráningarkerfi
Þegar keyrð er aðgerðin Starfslok starfsmanna er hakið sjálfkrafa tekið úr svæðinu Starfsmaður í tímaskráningarkerfi í Tenging innan fyrirtækis færslu starfsmanna sem verður til við þessa aðgerð.
Flýtiráðning - Tenging við tímaskráningarkerfi
...
Þeirri virkni hefur verið bætt við að þegar starfsmaður er stofnaður í gegnum Flýtiráðningu þá er núna kallað í tengingu við tímaskráningarkerfi sé hakað í Starfsmaður í tímaskráningutímaskráningarkerfi..
Þá er starfsmaðurinn stofnaður í tímaskráningarkerfi strax þegar hann er stofnaður í Kjarna á þennan hátt.
...