...
Undir Kjarni > Mannauður hefur verið bætt við aðgerðinni Flýtiráðning. Í þeirri aðgerð er hægt að stofna upplýsingar um starfsmann á einum skjá í stað þess að fara í gegnum ferilinn Stofna starfsmann. Í þessari aðgerð er hægt að stofna grunnupplýsingar um starfmanninn, tengingar innan fyrirtækis, orlof, lífeyrissjóð, grunnlaun, stéttarfélag og vinnutíma.
Nýtt svæði í námskeiðsspjald og -lista, Staðfest skráning
Nýju svæði, Staðfest skráning, hefur verið bætt við námskeiðsspjaldið og listann Námskeið undir Kjarni > Mannauður. Hugsunin með þessu svæði er sú að ef starfsmenn skrá á starfsmannavefnum upplýsingar um námskeið sem þeir hafa sótt þá sé hægt að haka við þetta svæði í Kjarna þegar mannauðsdeild eða aðrir ábyrgðaraðilar hafa yfirfarið skráninguna.