Hægt er að nálgast yfirlit yfir tiltekinn umsækjenda á nokkrum stöðum í kerfinu. Til að fá heildaryfirlit yfir umsækjanda (án tillits til umsóknar um tiltekið starf) er tvísmellt á nafn umsækjanda í listanum Umsækjendur eða í ráðningarvalmynd.
Til að skoða yfirlitssíðu umsóknar um tiltekið starf og þær upplýsingar sem umsækjandi hefur slegið inn í umsóknarformið er hægt að nálgast með því að tvísmella á nafn umsækjanda í listanum Umsóknir eða auglýsingasvör. Þá opnast spjald sem inniheldur upplýsingar um náms- og starfsferil umsækjanda ásamt viðhengjum sem hann hefur sent inn.
Page Comparison
General
Content
Integrations