Yfirlitssíða umsóknar
Þegar smellt er á nafn umsækjanda í listanum auglýsingasvör eða umsóknir opnast yfirlitssíða umsóknar þar sem er að finna upplýsingar um menntun og starfsferil viðkomandi umsækjanda. Þar er einnig hægt að opna öll viðhengi sem fylgja umsókninni.
Undir Ferill er hægt að skrá inn og breyta stöðu umsóknar. Þegar smellt er á hnappinn Umsækjandi opnast heildaryfirlit umsækjanda.
Þegar smellt er á hnappinn skoða svör opnast yfirlitssíðan í preview formi þar sem hægt er að prenta hana út eða vista niður og senda á stjórnanda. Á þeirri síðu sem opnast birtast öll svör úr umsókninni .