Almennir listar
Á myndinni hér til hliðar má sjá hvaða listar eru í boði í ráðningarkerfinu. Allir listar eru aðgengilegir í hliðarvalmyndinni.
Allir listarnir eru einfaldir töflulistar en því til viðbótar eru greiningarlistar aðgengilegir í listunum Umsækjendur og Umsóknir.
Hægt er að viðhalda umsækjendagögnum í listunum með því að tvísmella á viðkomandi línu í listunum. Hægt er að draga upp svæði í flokkunarlínu til að flokka listann eftir þeim upplýsingum. Hægt er að vinna með alla lista í ráðningarkerfinu eins og aðrar skýrslur og lista í Kjarna. |