...
Í útgáfu 19.1.1 var bætt við flísum fyrir Styrkir og Heilsuefling.á upphafsvalmyndinni á starfsmannavefnum. Aftur á móti var ein undirsíða fyrir báðar þessar flísar. Því hefur verið breytt og er sér undirsíða fyrir styrki og önnur fyrir heilsueflingu.
Tölvupóstur á næsta yfirmann þegar starfsmaður skráir á sig námskeið
Þegar starfsmaður skráði á sig namskeið undir Mínar upplýsingar á starfsmannavefnum var ekki að sendast tölvupóstur á næsta yfirmann og viðbótar netfang sem skilgreint er sem viðtakandi fyrir þessa tölvupósta (ef við á). Þetta hefur verið lagað en athuga þarf ef viðskiptavinir eru að nota þessa virkni að skoða þarf hlutverkið fyrir starfsmannavefinn og bæta við aðgangi í það hlutverk. Ef þið eruð að nota þessa virkni getiði sent beiðni á service@origo.is til að láta yfirfara starfsmannavefshlutverkið.