...
Ef umsækjandi endursetti lykilorðið sitt þá gerðist ekkert eftir að lykilorðið var endursett. Núna flyst hann yfir á síðuna með yfirliti yfir öll laus störf.
Heildaryfirlit umsækjanda -
...
nýtt útlit
Þegar nýtt viðhengi var tengt á umsækjanda í gegnum heildaryfirlit umsækjanda birtist það ekki í listanum yfir viðhengi nema smella á Fríska hnapp. Þessu hefur verið breytt þannig að listinn frískast sjálfkrafa þegar nýju viðhengi hefur verið bætt við á umsækjanda.Breytt hefur verið um útlit og virkni í viðhengjaflipanum í Heildaryfirlit umsækjanda. Meiri upplýsingar birtast í flipanum, t.d. númer umsækjanda, númer umsóknar, tegund skjals og hvaða skráartegund af skjali er um að ræða. Til að bæta við skjali á umsækjanda er valið hnappinn Stofna í tækjastikunni og stofnast þá ný lína. Til að hengja skjalið við er farið í dálkinn Sækja skjal í þessari nýju línu og valið […] til að velja viðeigandi skjal. Viðhengið er sjálfkrafa hengt á eiganda skjals sem Umsækjandi en ef skjalið á bara að vera tengt á umsókn (ákveðna auglýsnigu) er eiganda skjals breytt í Umsókn og kemur þá upp listi yfir þær umsóknir sem viðkomandi umsækjandi á í kerfinu og er rétt umsókn valin. Að lokum er tegund skjals valið úr fellilista og lýsing skráð ef við á. Aðgerðirnar að Skoða skjal og Vista hafa verið færðar úr tækjastiku. Til að skoða skjal er stækkunarglerið valið í dálknum Skoða skjal. Ef nýtt skjal hefur verið hengt á umsækjanda er valið hnappinn Vista og loka.
Í þessu útlit birtast bara þau skjöl sem hafa eiganda skjals Umsækjandi eða Umsókn. Athuga þarf hvort viðeigandi skjalatýpur séu ekki tengdar réttum eiganda skjals í Kjarni > Stofnskrár. Ef óskað er eftir aðstoð við lagfæringu skal senda beiðni á service@origo.is