...
Ef umsækjandi hefur uppfært umóknina sína fyrir ákveðið starf uppfærist yfirlitssíða umsóknar í Kjarna. Aftur á móti þegar yfirlitssíðan var send í tölvupósti sendust allar yfirlitssíðurnar. Þetta hefur verið lagað og núna sendist einungis nýjasta yfirlitssíðan.
Viðhengi send/prentuð úr ráðningarhluta birti bara þær viðhengjategundir sem tengjast ráðningum
Þegar verið var að senda viðhengi úr ráðningarhlutanum birtist yfirlit yfir allar viðhengjategundir sem til eru í Kjarna. Þetta hefur verið lagað núna birtist einungis þær viðhengjategundir sem hafa eiganda skjals Umsækjandi eða Umsókn. Ef ekkert val birtist, eða vantar inn viðhengjategundir, þegar verið er að senda viðhengi í tölvupósti vantar að merkja eiganda skjals fyrir þær viðhengjategundir sem tengjast ráðningarhlutanum. Er það gert undir Stofnskrár > Skjalaskápur - Tegundir skjala. Ef þið óskið eftir aðstoð við þessar breytingar getiði sent beiðni á service@origo.is.
...