Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

image-20240916-084303.pngImage Added

Undir flipanum Mannauður á Kjarnavef er hægt að birta flipann Samanburður. Setja þarf inn stillingu til að birta Samaburð og eru viðskiptavinir beðnir um að senda beiðni á service@origo.is óski þeir eftir að birta þennan flipa.

Í Kjarna er hægt að skrá kröfur um hæfni og réttindi á stöður. Þurfa þá starfsmenn sem sitja þessar stöður að uppfylla ákveðna hæfni eða ákveðin réttindi. Til að hafa yfirsýn yfir þá hæfni og réttindi sem starfsmenn eru með og skráð eru á stöðuna er listinn Samanburður á Kjarnavef. Þar er hægt að fletta upp þeirri stöðu sem verið er að skoða og kemur þá listi yfir þá starfsmenn sem tilheyra þeirri stöðu, þau réttindi og hæfni sem eru skráð á stöðuna og hver staða á hverri hæfni og réttindi starfsmanns er.

image-20240507-124516.pngImage Added

Ef uppfæra á ákveðna hæfni eða réttindi er smellt á kassann og upplýsingar settar inn. Ef ekkert er skráð er verið að stofna færslu en ef hæfni/réttindi er skráð nú þegar er verið að breyta núverandi færslu.

Ef uppfylla þarf ákveðið lágmarksgildi skala fyrir hæfni er hægt að setja það inn á stöðuna. Er það gert á stöðunni sjálfri undir flipanum Hæfni. Er númerið á gildinu þá sett inn. Hægt er að sjá skalana undir Stofnskrár > Hæfni - Skalar í client eða undir Mannauður > Stofngögn > Þekking og reynsla > Hæfni - skalar á vef.

Ef hæfni er skráð á starfsmann en skalinn er undir lágmarksgildi skala þá fær viðkomandi Hæfni skali undir viðmiði.

image-20240507-125621.pngImage Addedimage-20241111-100237.pngImage Added