Styrkir og heilsuefling - hyperlink á bakvið texta.
Þegar settur er inn hyperlink á bakvið texta í bréfi/sniðmáti sem notað er í styrk/heilsueflingu birtist hann sem texti á starfsmannavefnum.
Styrkir og heilsuefling - tölvupóstar ekki að virka rétt
Tölvupóstar sem áttu að sendast á netöfng sem voru stillt á styrki voru ekki að sendast með viðhengi. Það hefur nú verið lagað og sendist tölvupóstur á það netfang sem tilgreint er í Styrkir og viðhengi fylgir með í tölvupóstinum.
Nafn í efni tölvupósts fyrir styrki
Þegar starfsmaður sendi upplýsingar um styrki kom nafn starfsmannsins ekki fram í efni tölvupóstsins sem sendist. Þetta hefur verið lagað.
Skjalaskápur - fela valmöguleikann til að hala niður skjali
Bætt hefur verið við stilingu í vefgildi þar sem hægt er að fela valmöguleikann til að hala niður skjali í skjalaskápnum. Stillingar fyrir starfsmannavefinn má sjá hér.
Stilling fyrir birtingu á orlofi
Birting fá orlofi miðast við 01.05.-30.04. ár hvert. Þann 01.05. birtist orlof fyrir núverandi orlofsár en ef ekki er búið að keyra orlofsáramótin kemur staðan sem tóm hjá starfsmönnum. Bætt var við stillingu þar sem hægt er að stilla hvaða orlofsár á að birta og er þá hægt að birta eldra orlofsár þangað til búið er að keyra orlofsáramótin. Ef engin stilling er inni birtist núverandi orlofsár. Stillingar fyrir starfsmannavefinn má sjá hér.