Starfsmannavefur - stillingar

Það er hægt að fela svæði, spjöld og kerfishluta á starfsmannavefnum auk þess sem hægt er að skilgreina hvort breytingaraðgangur sé að ákveðnum upplýsingum eða ekki. Starfsmannavefshlutverkið sem tengt er á starfsmanninn stýrir því hvort starfsmaður hafi breytingaraðgang að tilteknum upplýsingum eða ekki en ef sett er inn stilling til þess að loka á breytingarmöguleika á ákveðnum upplýsingum þá eru Breyta hnappar einnig faldir. 

Senda skal beiðni á service@origo.is til að óska eftir aðstoð við stillingar á starfsmannavefnum.