Orlof starfsmanns

Starfsmaður getur séð orlofsstöðuna sína á starfsmannavefnum, sjá skjámynd.

Orlofsstaða er sótt í áramótastöðu launa viðkomandi starfsmanns og uppfærist staða orlofs á starfsmannavefnum eftir hverja útborgun.

Nýtt orlofsár byrjar 1. maí og frá og með þeim degi kemur ný staða orlofs fyrir komandi orlofsár á starfsmannavefnum. Til að ný staða orlofs birtist verður að vera búið að keyra aðgerðina fyrir orlofsáramót. Hægt er að setja inn stillingu ef eldra orlofsár á að birtast áfram í einhvern tíma þrátt fyrir að nýtt orlofsár sé hafið, t.d. ef launafulltrúi tekur ákvörðun um að keyra ekki strax aðgerðina fyrir orlofsáramótin. Endilega sendi póst á service@origo.is ef þið óskið eftir aðstoð við að stilla það til.

Það er einnig hægt að birta upplýsingatexta um stöðu orlofs á starfsmannavef. Textinn er settur upp undir Stofnskrár - Bréf og númer þess bréf svo sett í gildi fyrir vefgildið Employee.Web.Info.EmployeeMasterTaxCard.XapEmailTemplateID


Ath. ef starfsmaður sér ekki orlofsstöðu sína á starfsmannavefnum þarf að ganga úr skugga um að eftirfarandi atriði séu í lagi:

  • Að starfsmaður sé með skráð á sig orlof í Kjarna
  • Að orlofsspjald viðkomandi sé örugglega í gildi
  • Að búið sé að keyra aðgerðina fyrir orlofsáramót.