Viðburðir og námskeið
Efst í hægra horninu er valmynd þar sem hægt er að komast inn á síður starfsmannavefsins. Undir Viðburðir og námskeið er að finna öll námskeið sem eru virk í fræðslulausninni og standa starfsmönnum til boða.
Námskeið í boði
Námskeið sem eru í boði og eru virk í fræðslulausn Kjarna birtast starfsmanninum undir Viðburðir og námskeið i í hliðarvalmynd og flokkast ýmist eftir námskeiðsflokki eða námskeiðstegund (fer eftir því hvernig starfsmannavefurinn er stilltur). Starfsmaður getur skráð sig á námskeið í gegnum vefinn með því að smella á Skrá mig og fær í framhaldinu sent fundarboð. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna með því að smella á Nánar.
Námskeið sem ég er skráð(ur) á
Undir Námskeið sem ég er skráð(ur) á eru ólokin námskeið sem starfsmaður er skráður á eða námskeið sem starfsmaður hefur setið en á eftir að staðfesta í fræðslulausn Kjarna. Þegar námskeið hefur verið staðfest í fræðslulausninni hverfur námskeiðið úr Námskeið > Námskeið sem ég er skráð(ur) á og verður eftir það aðgengilegt undir Námskeið á upphafssíðu starfsmannavefsins.
Afskráning og biðlisti
Ef þátttakandi kemst ekki á námskeið velur hann Afskrá mig og hættir þá námskeiðið að birtast undir Námskeið sem ég er skráð(ur) á og birtist þess í stað aftur undir þeim námskeiðsflokki eða námskeiðstegund sem það tilheyrir. Fær þátttakandi sent afboðun á fundarboðið.
Þátttakandi getur ekki skráð sig á biðlista ef námskeið er fullt í gegnum starfsmannavefinn en sú virkni mun koma í framtíðarútgáfu. Hægt er að skrá þátttakendur handvirkt á biðlista í Kjarna.