Flýtiráðning - Banki og skattkort
Banka- og skattkortaupplýsingum hefur verið bætt inn í flýtiráðninguna.
Endurráðning - skilyrðingar
Því hefur nú verið bætt við endurráðninguna að hún styðji skilyrðingar. Endilega sendið póst á service@applicon.is ef óskað er eftir því að skilyrða eða setja viðvörun á tiltekin svæði í endurráðningunni.
Tengingar innan fyrirtækis - meðhöndlun dagsetninga
...
Ráðningardagsetning var á tímabili ekki að sýna rétta niðurstöðu í spjaldinu Starfsmaður ef starfsmaður var með fleiri en eina Í starfi færslu í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Þetta hefur nú verið lagað. Til þess að tryggja að ekki hangi inni rangar dagsetningar er mælt með því að keyrð sé aðgerðin Endurreikna ráðningardagsetningu sem er aðgengileg undir flipanum Aðgerðir í kerfisvalmynd Kjarna.
Tenging innan fyrirtækis - Starfaflokkun vísir bætt inn í listann
...
Dagsetningar og birting upplýsinga úr Tenging innan fyrirtækis
Birting á upplýsingum úr Tenging innan fyrirtækis í listum fyrir önnur spjöld var yfirfarin og smávægilegar breytingar gerðar.
Upplýsingar úr Tenging innan fyrirtækis eru nú birtar m.v. eftirfarandi:
Ef færslan í spjaldinu sem verið er að skoða, t.d. grunnlaunaspjaldi, er liðin, með endadag í fortíðinni, þá eru gögn úr Tenging innan fyrirtækis sótt miðað við endadagsetningu grunnlaunaspjaldsins.
Ef færslan í spjaldinu er í gildi eru gögn sótt úr Tenging innan fyrirtækis miðað við þá færslu sem er í gildi í dag.
Ef færslan í spjaldinu er með upphafsdag í framtíðinni þá eru gögn sótt úr Tenging innan fyrirtækis miðað við upphafsdagsetningu grunnlaunaspjaldsins.