Mannauður 3.9

Flýtiráðning - Banki og skattkort

APPAIL-4296

Banka- og skattkortaupplýsingum hefur verið bætt inn í flýtiráðninguna. 

Endurráðning - skilyrðingar

APPAIL-4420

Því hefur nú verið bætt við endurráðninguna að hún styðji skilyrðingar. Endilega sendið póst á service@applicon.is ef óskað er eftir því að skilyrða eða setja viðvörun á tiltekin svæði í endurráðningunni. 

Tengingar innan fyrirtækis - meðhöndlun dagsetninga

APPAIL-4455

Nú er hægt að stofna tvær færslur í spjaldinu Tengingar innan fyrirtækis án þess að vista á milli.
Dæmi Starfsmaður er ráðinn tímabundið, fyrst er skráð tímabundafærslan, síðan er færslan afrituð og starfsmaður skráður hættur frá réttum degi. Þegar færslurnar eru vistaðar þá kemur rétt endadagsetning á fyrri færsluna.

Nú er einnig hætt að eyða út nýjustu færslunni í Tengingum innan fyrirtækis og ef gleymist að breyta gildistíma næstu færslu á undan í gildir til 31.12.9999 þá kemur Kjarni með viðvörun um að færsla verði að gilda til 31.12.9999.
Þegar það hefur verið skráð er hægt að vista færslu eða Geyma og loka.

Logib flokkun fyrir jafnlaunavottun bætt á stöður

APPAIL-4497

Logib flokkun fyrir jafnlaunavottun hefur verið bætt á stöður í Kjarna. Sjá nánari upplýsingar hér

Ráðningardagsetning

APPAIL-4449

Ráðningardagsetning var á tímabili ekki að sýna rétta niðurstöðu í spjaldinu Starfsmaður ef starfsmaður var með fleiri en eina Í starfi færslu í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis. Þetta hefur nú verið lagað. Til þess að tryggja að ekki hangi inni rangar dagsetningar er mælt með því að keyrð sé aðgerðin Endurreikna ráðningardagsetningu sem er aðgengileg undir flipanum Aðgerðir í kerfisvalmynd Kjarna. 

Tenging innan fyrirtækis - Starfaflokkun vísir bætt inn í listann

APPAIL-4547

Bætt var inn í listann Tenging innan fyrirtækis svæðinu Starfaflokkun vísir. Ef starfaflokkun hafði verið yfirskrifuð á starfsmanninum í stað þess að láta hana erftast af stöðu starfsmannsins í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis var ekki hægt að breyta því nema fara inn í spjaldið og smella gráa x-ið til að taka það af. Núna er hægt í select lista fyrir Tenging innan fyrirtækis að draga inn svæðin Starfaflokkun vísir og Starfaflokkunum númer og taka yfirskriftina af þar. Annað hvort að setja vísinn sem 0 eða smella á gráa X-ið í Starfaflokkun númer og sækja þá starfaflokkunina eins og hún er skráð á stöðuna.

Dagsetningar og birting upplýsinga úr Tenging innan fyrirtækis

APPAIL-4536

Birting á upplýsingum úr Tenging innan fyrirtækis í listum fyrir önnur spjöld var yfirfarin og smávægilegar breytingar gerðar. 

Upplýsingar úr Tenging innan fyrirtækis eru nú birtar m.v. eftirfarandi:

Ef færslan í spjaldinu sem verið er að skoða, t.d. grunnlaunaspjaldi, er liðin, með endadag í fortíðinni, þá eru gögn úr Tenging innan fyrirtækis sótt miðað við endadagsetningu grunnlaunaspjaldsins.

Ef færslan í spjaldinu er í gildi eru gögn sótt úr Tenging innan fyrirtækis miðað við þá færslu sem er í gildi í dag. 

Ef færslan í spjaldinu er með upphafsdag í framtíðinni þá eru gögn sótt úr Tenging innan fyrirtækis miðað við upphafsdagsetningu grunnlaunaspjaldsins.