...
Undir flipanum Tafla/Seðill/Hópar á launaseðli er svæðið Launaliður á launaseðli og þar er nú hægt að skrá inn launalið sem birtist á launaseðli. Hak þarf að vera í svæðini svæðinu Launaliður, undir “Samantekt” í uppsetningu launaseðils svo að þetta virki. Sjá nánar hér: Launaliðir
...
Hægt er að breyta aðallaunamannanúmeri til að fá kostnaðarstöð annars starfs inn í skýrslu. Sjá hér hvernig hægt er að breyta aðallaunamannanúmeri: Breyta aðal launamannanúmeri
Útlitsbreyting á launasamþykkt á Kjarnavef
...
Í flipanum launabreytingar undir Launabreytingar á Kjarnavef er kominn sá möguleiki að velja inn starfafjölskyldu þegar farið er í sýnileg gögn.
Launabreytingar - birtingarmynd ef launaliður er hlutfall í föstum liðum
Ef launaliður sem stilltur var til birtingar undir “Önnur föst laun” var stilltur sem hlutfall voru fjárhæðir hans ekki að skila sér rétt í launabreytingum. Þetta hefur verið lagfært.
Gagnalón sambandsins - breyting á skilum vaktahvata
...
Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir að vaktahvatar birtist í fjórum dálkum, einn fyrir hvert þrep af vaktahvatahlutfalli. Gera þarf breytingar á dálkalistanum fyrir skýrsluna svo að þessi svæði skili sér rétt í gagnalónið.
Launaseðlar og launamiðar á island.is
Útbúin hefur verið þjónusta til sendinga launaseðla og launamiða úr Kjarna á island.is. Hægt er að senda póst á service@origo.is fyrir frekari upplýsingar.