Laun 24.1.1

Launatöflur - gera fagaldur sýnilegan

APPAIL-10338

Ef fagaldur er skráður á launatöflu þá er hann núna greinilegur í nýju svæði fyrir aftan nafn samnings. Svæðið birtist ekki ef ekki er skráður fagaldur á töflunni.

Launaseðill - virkja svæðið “Launaliður á launaseðli”

APPAIL-10461

Undir flipanum Tafla/Seðill/Hópar á launaseðli er svæðið Launaliður á launaseðli og þar er nú hægt að skrá inn launalið sem birtist á launaseðli. Hak þarf að vera í svæðini Launaliður í uppsetningu launaseðils svo að þetta virki. Sjá nánar hér: https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/17400112

Skýrslan Jafnlaunavottun - bæta inn upphæð úr grunnlaunaspjaldi

APPAIL-10452

Nú er hægt að draga inn í skýrsluna Jafnlaunavottun svæðið “Grunnlaun” sem birtir fjárhæð launa úr grunnlaunaspjaldi.

Launaáætlun - komast í skýrslur úr skráningarmynd launaáætlunar á vef

APPAIL-10071

Nú eru skýrslur aðgengilegar í valinni áætlun á vef bæði fyrir heildina og einnig fyrir skilgreinda hópa. Smellt er á hnappinn “Skýrsla”.

Launaáætlun færð í sér flipa

APPAIL-10439

Búið er að færa launaáætlunina í sér flipa í hliðarvalmynd á Kjarna vefnum. Við þessa breytingu þarf að birta þennan kerfishluta sérstaklega á Kjarna vefnum og mun launaáætlunin því hætta að birtast á Kjarna vefnum. Til að fá hana birta aftur þarf að senda beiðni á service@origo.is og óska eftir að kveikt sé á þessum kerfishluta. ATH. það felur ekki í sér kostnað að láta kveikja á þessum kerfishluta fyrir þá viðskiptavini sem eiga kerfishlutann Launaáætlun.

Gagnalón sambandsins - breyting á skilum vaktahvata

APPAIL-10474

Samband íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir að vaktahvatar birtist í fjórum dálkum, einn fyrir hvert þrep af vaktahvatahlutfalli. Gera þarf breytingar á dálkalistanum fyrir skýrsluna svo að þessi svæði skili sér rétt í gagnalónið.