Launaliðir

Launaliðir eru hjartað í hverju launakerfi en ýmsar stillingar eru á hverjum og einum launalið sem ákvarða eiginleika hans og hvernig afreiknaðar færslur á borð við launatengd gjöld skulu reiknast. Aldrei má eyða út launalið sem hefur verið notaður í útborgun.


Launaliðir eru í hliðarvali Kjarna > Laun > Listar og Stofnskrár.

Þegar smellt er á launaliðir þá opnast nýr flipi með lista yfir alla launaliði. Inni í þann lista koma sjálfvalin gildi nr. og nafn launaliðs og bókhaldsflokkar. Hægt er að bæta við í þennan lista flestum þeim svæðum sem eru í spjaldi launaliðar.

Hægt er að smella á táknin tvö í rauða kassanum hér að neðan til að sjá Reiknireglur og launamiðasvæði valins launaliðar án þess að opna hann.


Þegar nýr launaliður er stofnaður þarf að gæta þess að fylla skilmerkilega inn í þá flipa sem við eiga í launaliðaspjaldinu. Oft getur verið gott að afrita sambærilegan launalið frekar en að stofna nýjan alveg frá grunni. Ráðgjafar Origo aðstoða viðskiptavini við að setja upp launaliði þegar kerfið er sett upp í fyrsta sinn.
Þegar launaliður er afritaður, þá afritast allar upplýsingar úr flipum þess launaliðar sem afritaður er.  Það borgar sig alltaf þegar launaliður er afritaður, að yfirfara stillingar í flipum og athuga hvort þær samræmist nýja launaliðnum.



Almennt

Stöðugildi: Hak í þessum reit gefur upplýsingar um að þessi launaliður skuli notaður til útreiknings á  stöðugildum. Athugið að setja þarf reikni nr. 700 á launalið svo hann telji til stöðugilda
Sækja álag í skráningu: Ef launaliður á að sækja álag sem skráð er í grunnlaunaspjald, þá þarf að haka við í þennan reit. Álag er notað af ríki og sveitarfélögum.

Hlutfall sótt úr vinnutímaspjaldi: Ef hakað er í þennan reit þá verður virknin þannig að ef þessi launaliður er skáður í Fasta liði mun kerfið sækja hlutfall í vinnutímaspjald og fylla það út í gr. einingu. Þá þarf ekki að breyta hlutföllum á tveimur stöðum ef starfsmaður breytir um starfshlutfall. Sérstaklega gott að nota hakið fyrir mánaðarlunaliði sem skráðir eru í fasta liði.

Einingar elta daga: Ef hakað er í þennan reit þá hlutfallast tímaeining út frá skráðri dagsetningu í launaskráningu. 
Ekki afrúna: Ef hakað er í þennan reit þá er samtalan ekki afrúnnuð. Þetta er eingöngu notað fyrir safnfærslur eins og t.d. orlofstíma. 

  1. Tegund segir til um hvort að launaliður sé laun, iðgjald, mótframlag, safnfærsla, skattaafsláttur, innheimta eða gjaldheimta.
  2. Hér skal velja hvort að launaliður byggist á einingum, tímum, dögum, kílómetrum, hlutfalli eða öðru.
  3. Hér skal velja hvort að launaliður sé skráður inn í launaskráningu eða hvort hann komi úr reiknivél.
  4. Ef launaliður þarf að kalla á annan launalið, er það sett inn hér. Athugið að reikniliður þarf að vera til, sjá kafla Reikniliðir.
  5. Þessi merking ræður því hvar á staðgreiðsluskilagrein launaliður lendir. Ef valið er óskilgreint kemur launaliður ekki fram á staðgreiðsluskilagrein.
  6. Þessar upplýsingar eru fyrst og fremst notaðar við skýrslugerð. Til þess að stofna bæði Vinnuform og kostnaðartegund er smellt á punktana aftast í svæðinu og í þeirri mynd sem þá opnast er farið í grænan plús til að bæta við færslum.



Reikningur

Stillt er á hvern launalið hvaða afreiknuðu færslur skuli reiknast. Aðrar stillingar geta haft áhrif til viðbótar.

Eftirfarandi reiknar eru í boði:

100 Staðgreiðsla - staðgreiðsluliðir 9141 og 9142 reiknast af þessum launalið út frá stillingum í Skatthlutföllum.

110 Staðgreiðslu afsláttur - afsláttarliðir 9110, 9111, 9120 og 9121 reiknast af þessum launalið ef starfsmaður er með skráð skattkort.

200 Orlofsútreikningur - launaliðir 9210 Orlof á laun eða 9280 Orlofstímar reiknast af þessum launalið eftir skráningum í orlofsspjald starfsmanns og reiknitegund launaliðar.

300 Lífeyrissjóður - launaliðir 9300 til 9399 reiknast á þennan launalið, eftir þeim sjóði sem skráður er á starfsmann.

400 Stéttarfélag - launaliðir 9400 til 9499 reiknast á þennan launalið, eftir því félagi  sem skráð er á starfsmann..

500 Tryggingagjald - launaliður 9501 reiknast á þennan launalið.

600 Gjaldheimtugjöld - færir þennan launalið inn í 75% reikniregluna í reiknivélinni.

700 Stöðugildi - reiknar greidd stöðugildi í útborgun, athuga að rétt merking sé í Einingar/Tímar. Ath. líka að ef launaliður er merkt tímar, þá þarf starfsmaður að vera með skráða tíma í Vinnutímaspjaldið, því það er notað til að finna rétta deilitölu.


Hægt er að slá inn skipunina PayWageCalc.List til að fá upp skýrslur yfir hvaða launliðir eru skráðir á hvern reikning.

Reikniform


  1. Reiknitegund er notuð við skilgreiningu á orlofsreikningi, reikningi á stéttarfélagsgjöldum og lífeyrissjóðsgjöldum.
  2. Reiknir nr. er stilltur inn á þá launaliði sem reiknivél notar og einnig til að stýra því hvar launaliður endar á skilagreinum.
  3. Reikniregla nr. er einnig notuð af reiknivél og skilagreinum.
  4. Reikniundirtegund er eingöngu notuð fyrir meðlag. Launaliðurinn meðlag verður að hafa þessa merkingu.
  5. Stofnun er eingöngu notað á launaliði eins og t.d. meðlag, eftirágreiddir skattar o.s.frv. þar sem aðeins einn innheimtuaðili kemur til greina. Númerið er þá númer viðkomandi innheimtuaðila. Stofnun númer 1 er frátekin. Það er til þess að ef staðgreiðslulaunaliðir eru handinnslegnar inn í launalínur þá fái þeir rétt stofnananúmer.
  6. Tímabil: Ef tímabil er sjálfgefið þá fylgir það tímabili greiðsluforms starfsmanns. Hægt er að festa tímabil á launalið, þannig að dagsetningar hans verði ávallt fyrirfram, eftirá eða að eigin vali.
  7. Greiðsluform: Þetta tímabil ræður skilum staðgreiðslu til ríkisskattstjóra. Ef tímabil er sjálfgefið þá fylgir það tímabili greiðsluforms starfsmanns. Hægt er að festa þetta tímabil á launaliði. Dæmi fyrirframgreiddur starfsmaður : Staðgreiðsla af föstum launum skilast með fyrirfram tímabili, en staðgreiðsla af þeim launaliðum sem hafa verið merktir annað en sjálfgefið, skilast með völdu tímabili.
  8. Þessi valstika er notuð af skilagreinum, en þessi gjaldategund stýrir því hvaða bókstafur fylgir gjaldi á skilagrein sem skrifuð er í skrá.

Launaliðir - Tafla/Seðill/Hópar 


Tegund launatöflu ræður því hvert upphæðir launaliðar eru sóttar.

Algengast er að valið sé "Sótt í launatöflu" eða "Fasti"

Sótt í launatöfu er notað ef sækja á annað hvort hlutfall eða fasta í launtöflu.

Fasti er notað ef handskrá inn fjárhæð launaliða þar sem hún er breytileg.


Ef valin er tegundin "launaliður" þá er hægt að skrá í svæðið "Launaliður í launatöflu" þann launalið sem tiltekinn launaliður á að reikanst eins og.


Undir "Launaseðill" í spjaldinu eru settar inn stillingar um hvort og hvernig launaliðurinn birtist á launaseðlim starfsmanna.

Uppsetning launaseðils

Launaseðilsuppsetning er búin til fyrir hverja tegund birtingar á launaseðli. T.d er hægt að vera með launaseðilsuppsetningu sem gildir almennt fyrir launaliði og aðra sem er fyrir Iðgjald í lífeyrissjóði og stétarfélag. Hægt er að vera með eins margar uppsetningar og þurfa þykir, alltaf er hægt að stofna nýjar og eða breyta, en það er gert í hliðarvali Kjarna > Laun > Listar og Stofnskrár > Launaseðill - Uppsetning.

Söfnun

Hægt er að sameina launaliði til birtingar á launaseðli með því að nota Söfnun. Söfnunarhópur er búinn til og tengdur á þá launaliði sem við á. Það er framkvæmt í flipanum Tafla/Seðill/Hópar á hverjum launalið. Hægt er að vera með eins marga söfnunarhópa og þurfa þykir, alltaf er hægt að stofna nýja og eða breyta.

Dæmi

Orlofs og desemberuppbót eiga að birtast á launaseðli en við viljum sameina þessa tvo liði undir Uppbætur í áramótastöðu.

  1. Stofnum söfnunarhópinn Uppbætur. Hliðarval > Kjarni > Laun > Listar og Stofnskrár > Launaliðir.
    Valinn launaliðurinn Orlofsuppbót, flipinn Tafla/Seðill/Hópar. Bendill staðsettur í Söfnun nr., Ctrl hnappi haldið niðri og smellt á þrjá punkta við enda línunnar. Ný söfnun stofnuð með því að smella á græna plúsinn.


  2. Stofna launaseðilsuppsetningu sem birtir launalið á launaseðli en ekki í áramótastöðu. Tengja söfnunarhóp við uppsetningu launasetninguna. Hliðarval > Kjarni > Laun > Listar og Stofnskrár > Launaseðill - uppsetning.
  3. Tengja uppsetningu launaseðils á launaliðinn.


Launaliðir – Bókh./Kjararanns.

Launaliðir - Texti

Launaliðir - Greining