Bókhaldslyklar

Uppsetning bókhaldslykla er í gegnum Launahring.

Smellt er á textann Bókhald vinstra megin við hringinn.

 Í upphafi við stofnun bókhaldslykla er ferlið sem hér segir:

  • Stofna Liði - sjá mynd af flæðiriti - bókhaldsaðgerðir
  • Stofna Lykla
  • Tengja Liði á launaliði

Liðir

Þegar smellt er á kassann Liðir í flæðiritinu kemur upp tóm tafla með tveimur dálkum Bókun vísir (númer) og Bókun (nafn).

Smellt er á græna plúsinn í tækjaslánni og númer vísis og nafn bókunar slegið inn.
Hægt er að velja um Tímabilin, Bókunardagur, Færsludagur eða Bókunardagur síðasti (eftirá) eða fyrsti (fyrirfram). Sjálfgefið stendur fyrir Bókunardag. Smellt á Stofna og loka.

Ferlið endurtekið þar til búið er að stofna alla þá bókhaldsflokka sem þörf er á.

Lyklar

Næsta skref er að skrá bókhaldslykla inn á liðina.

Hægt er að smella á kassann Lyklar eða halda áfram í Liðum og smella þar á bláa undirstrikaða textann Launafærslur.

  • Bókun vísir = númer Liðar sótt í táknið þrír punktar (ATH. ef breyta á áður stofnuðum lykli þarf að tvísmella í svæðið bókun vísir)
  • Fyrirtæki nr. = sótt í táknið þrír punktar
  • Röð = 1
  • Vídd = +
  • Lykill = uppröðun hér fer eftir kröfum bókhaldskerfis.
    Oftast er þessum svæðum skipt upp með semikommu. Hvert bil á milli semikomma kallast vídd, þannig er svæðið fyrir framan fyrstu semikommu kallað Vídd 0
    • Oftast byrjar lykillinn á númeri bókhaldslykils = Vídd 0
    • Oftast er deildin á eftir fyrstu semikommu = Vídd 1

Hægt er að hægrismella í svæðið Lykill og velja úr eftirfarandi bókunarsviðum:

Bókunarsvið:

ávinnsla = Sækir aðeins þær ávinnslur sem skilgreindar eru

dagpen. vísir = Sækir vísis númer dagpenoingafærslu

dagpen. útborgun = Sækir númer útborgunar sem dgpeningar eru færðir í

dagpen. banki = Sækir skilgreint bankanúmer gjaldmiðils dagpeninga

Erlendur bankareikningur = er skráð í spjaldinu starfsmaður, hægt að nota þetta bókunarsvið til að bóka laun inn á lánadrottinn í stað ógreidd laun

gjöf = Sækir kennitölu viðtakanda gjafar. Ef viðtakandi er starfsmaður í fyrirtækinu þá er kennitala viðtakanda skrá í textasvæði launaliðar með @ merki fyrir framan kennitöluna. Oftast kemur þetta úr excel innlestri

greiðsluform = sækir númer greiðsluforms launafærslu, 1=fyrirfram og 2=eftirá

Inngjalddagi = sækir dagsetningu gjalddaga innheimtuaðila

kennitala = sækir kennitölu starfsmanns

kostnaðarstöð = sækir bókhaldslykil sem skráður er á kostnaðarstöðvar í stofnskrám

kostnaðarstöð nr = sækir númer kostnaðarstöðva ekki vísisnúmer

launaliður = sækir númer launaliðar

launamaður = óvirkt

nafn launamanns = sækir nafn launamanns

líf = sækir bókhaldslykil í stofngögn lífeyrissjóðs

lífgjalddagisækir dagsetningu gjalddaga lífeyrissjóðs

lífknt = sækir kennitölu lífeyrissjóðs

lífkntaðili = sækir kennitölu innheimtuaðila ílfeyrissjóðs

lífnafn = sækir nafn lífeyrissjóðs

reglaóvirkt

reikniróvirkt

sam = óvirkt

skipulagseining = sækir bókhaldslykil sem skráður er á skipulagseiningar í stofnskrám

staðasækir bókhaldslykil sem skráður er á stöður í stofnskrám

staðsetning = sækir bókhaldslykil sem skráður er á staðsetningar í stofnskrám

starfsmaður = óvirkt

starfsmannanúmer = sækir starfsmannanúmer starfsmanns

stéttsækir bókhaldslykil sem skráður er á stéttarfélag

stéttgjalddagisækir dagsetningu gjalddaga stéttarfélags

stéttknt = sækir kennitölu stéttarfélags

stéttkntaðili = sækir kennitölu innheimtuaðila stéttarfélags

stéttnafn = sækir nafn stéttarfélags

sviðsækir bókhaldslykil sem skráður er á skipulagseiningar í stofnskrám ef skipulagseining er svið

svæði = sækir bókhaldslykil sem skráður er í stofnskrám fyrir svæði

udirsvæði = óvirkt

útborgun = sækir númer útborgunar

verk = sækir bókhaldslykil sem skráður er á verk í stofnskrám

Verk ytra = Sækir verknúmer sem skráð er í launalínu

vísir = sækir vísis númer útborgunar

wagesækir númer launaliðar