Launaseðill - uppsetning

Stillingar á því hvernig launaseðill er uppsettur eru skráðar inn í listann Launaseðill – uppsetning í hliðarvalmynd launa. Starfsmenn Origo setja launaseðilinn upp í samráði við notendur og er það hluti af innleiðingarvinnu í upphafi.

Notendur geta breytt uppsetningu sjálfir ef þess gerist þörf. Hægt er að fá aðstoð hjá Ráðgjöfum Origo við uppsetningu og breytingu á launaseðlum. Hægt er að vera með eins margar uppsetningar og þurfa þykir, alltaf er hægt að stofna nýjar og/eða breyta eldri.

Til að skoða hvaða launaliðir eru með tiltekna uppsetningu er tvísmellt á flokkinn og þar valið „Tilheyrandi launaliðir“ í efra hægra horni gluggans.



Stofna flokk

Stofna flokk

Til að stofna nýjan flokk er smellt á græna plúsinn í tækjaslánni. Nýjum flokki gefið númer og nafn, hakað í það sem við á í samantekt. Notið fellivalið til að ákveða hvaða texti á að koma á seðilinn.

Fyrir neðan Samantektina eru tveir flipar, annars vegar Launafærsla og hins vegar Áramótafærsla.

Launafærsla.

Fellival er í boði til að ákvarða Tíma/einingar, taxtaupphæð og samtals laun/frádrátt. Núll kemur sjálfvalið í aukastöfum, en því má breyta með því að skrifa í staðinn fjölda þeirra aukastafa sem óskað er eftir.

Einnig er hægt að sleppa því að birta launalið á launaseðli með því að haka í þar til gert hak beint fyrir neðan textann Launafærsla.









 

Samantekt

Hér er hakað í þá reiti sem óskað er eftir að dragist saman á launaseðli;

Launaliður> Ef fleiri en ein skráning á launalið þá birtist hann í einni línu á launaseðli. Samantekt virkar ekki ef heitið er ekki það sama, s.s. ef búið er að yfirskrifa heiti launaliðar í skráningu launa.

Stofnun> Dregið saman fyrir þá launaliði sem tilheyra sömu stofnun

Allt samantekið fyrir orlof lagt í banka> Orlof langt í banka kemur í samantekið þó að orlof á laun séu með fleiri en eina línu.

Tímabil> Ef óskað er eftir að draga launaliði saman í eina línu eftir tímabili

Starfsmann>

 

Áramótafærsla

Þessi flipi er sambærilegur við Launafærsluflipann.



Draga launaliði saman í áramótastöðu á launaseðli

Draga launaliði saman í áramótastöðu á launaseðli

Hægt er að draga saman valda launaliði í áramótastöðu og birta þá þar undir nýju heiti. Þetta er t.d. gagnlegt við birtingu orlofsstöðu eða annarar stöðu sem samanstendur af fleiri en einum launalið. Réttindastaða launamanns verður fyrir vikið augljósari á launaseðli. Söfnun þarf einnig að nota á þá launaliði sem eiga að vera með söfnunarár í áramótastöðu eins og t.d áunnið orlof.

Eftir að Söfnunarhópur hefur verið búinn til er hann tengdur á þá launaliði sem við á í Uppsetningu launaseðils, sjá hér að framan. Þá eru launaliðirnir sjálfir merktir „Ekki sýna í áramótastöðu“ en fá allir sama safnflokkinn og koma því í einni tölu á seðli.

Launaliður sem á ekki að koma fram á launaseðli en á að vera með söfnunarár í áramótastöðu þá þarf söfnunin að vera stilltur þannig að svæðið Hópur á launaseðli sé Óskilgreint.

Stofna „Söfnun“

Söfnunarhópur er stofnaður í Launaliðum í flipanum Tafla/Seðill/Hópar á hverjum launalið. Hægt er að vera með eins marga söfnunarhópa og þurfa þykir, alltaf er hægt að stofna nýja og eða breyta.

Farið er í launaliði, tvísmellt á einn launalið og þar farið í flipann „Tafla/Seðill/Hópur“. Neðarlega í þeim flipa er svæðið „Söfnun nr“. Bendillinn staðsettur í númersvæði, CTRL takkanum haldið niðri og músin notuð til að smella á þrjá punkta hægra megin við númerasvæðið.

Þá opnast nýr gluggi og þar er smellt á græna plúsinn til að stofna nýjan safnflokk.

Dæmi

Orlofs og desemberuppbót á að birtast á launaseðli en við viljum sameina þessa tvo liði undir Uppbætur í áramótastöðu.

  1. Stofnum söfnunarhópinn Uppbætur í Launaliðum, eins og fram kemur hér að ofan.






2. Stofna launaseðils uppsetningu í „Launaseðill – uppsetning“ sem birtir launalið á launaseðli en ekki í áramótastöðu, sjá hér að framan. Tengja síðan þennan söfnunarhóp við þá launaseðils uppsetningu neðst í flipanum „Áramótafærsla“





3. Tengja nú uppsetningu launaseðils á launaliðinn.