Afrita færslu

 Til að afrita færslu er er ýtt á þennan hnapp í tækjaslánni. Í mörgum tilvikum getur verið betra að afrita eldri færslu í stað þess að stofna nýja, sérstaklega þegar ný færsla er sambærileg annarri færslu sem til er fyrir.

Afrita færslu í spjaldi

Til að afrita færslu í spjaldi er smellt á þá færslu sem á að afrita og síðan valinn afrita hnappurinn í tækjaslánni. Þá stofnast ný færsla efst í listanum hægra megin og vinstra megin eru nýju gildin slegin inn. Aðgerðin er kláruð með því að ýta á vista hnappinn í tækjaslánni eða Geyma og loka hnappinn neðst í spjaldinu. 
Afrita færslu í lista

Einnig er hægt að afrita færslur í gegnum lista og grunngögn. Þá er valin viðeigandi færsla og ýtt á afrita færslu.