Þjóðskráruppfærsla

Í Kjarna er aðgerð sem uppfærir heimilisföng starfsmanna, þjóðerni og kyn m.v. breytingar sem gerðar hafa verið í þjóðskrá. 

Aðgerðina er að finna í kerfisvalmynd undir Aðgerðir > Þjóðskrá - Uppfæra starfsmenn

Hægt er að keyra aðgerðina fyrir alla starfsmenn með ráðningarmerkinguna Í starfi eða aðra tiltekna ráðningarmerkingu. Einnig er hægt að keyra aðgerðina fyrir valinn starfsmann. 

Þessa aðgerð er hægt að setja í sjálfvirka keyrslu þannig að hún keyri t.d. alltaf sjálfkrafa mánaðarlega. Endilega sendið póst á service@origo.is ef þið óskið eftir aðstoð ráðgjafa Origo við að setja upp sjálfvirka keyrslu fyrir þjóðskráruppfærsluna.