Afrita færslu

Afrita færslu í spjaldi

Afrita færslu í spjaldi

image-20241202-114448.png

 

Til að afrita færslu í spjaldi skaltu fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Smelltu á þá færslu sem þú vilt afrita.

  2. Veldu síðan "Afrita" hnappinn í tækjaslánni.

  3. Ný færsla verður búin til efst í listanum hægra megin.

  4. Í nýju færslunni geturðu breytt og aðlagað gildin vinstra megin.

  5. Þegar þú ert búin(n) að gera þínar breytingar, vistaðu færsluna með því að:

    • Ýta á "Vista" hnappinn í tækjaslánni, eða

    • Velja "Geyma og loka" hnappinn neðst í spjaldinu.

Þannig geturðu auðveldlega stofnað nýja færslu sem byggir á fyrirliggjandi gögnum og breytt henni að þínum þörfum.

Afrita færslu í lista

Afrita færslu í lista

image-20241202-124458.png

 

Einnig er hægt að afrita færslur í gegnum lista og grunngögn. Í þessu dæmi: Mannauður - Persónuafsláttur.

  1. Í listanum skaltu smella á þá færslu sem þú vilt afrita.

  2. Smelltu síðan á "Afrita" hnappinn í tækjastikunni.

  3. Nýtt spjald opnast sjálfkrafa og inniheldur sömu grunnupplýsingar og upprunalega spjaldið.

  4. Breyttu eða bættu við þau gildi sem þú vilt í nýja spjaldinu.

  5. Vistaðu breytingarnar með því að:

    • Ýta á "Vista" hnappinn í tækjaslánni, eða

    • Velja "Afrita og loka" hnappinn neðst í spjaldinu.

Þessi aðferð gerir þér kleift að stofna nýja færslu fljótt og auðveldlega með því að nota fyrirliggjandi gögn sem grunn.

Afrita launaliði                                                                                                                     

 

Afrita launaliði                                                                                                                     

 

  1. Skoða þarf fyrst hvaða númer eru laus fyrir nýjan launalið.

  2. Finndu sambærilegan launalið og smelltu á hann í listanum

    • Smelltu á "Afrita" hnappinn

  3. Í nýja spjaldinu skaltu:

    • Setja inn nýtt númer og nafn fyrir launaliðinn

    • Áður en aðrar breytingar eru gerðar, smella á "Afrita og loka" hnappinn

  4. Opnaðu síðan nýja launaliðinn til að gera frekari breytingar, svo sem:

    • Aðlaga reikniliði

    • Breyta reikniformum

    • Gera aðrar nauðsynlegar stillingar

  5. Mundu að skrá nýja launaliðanúmerið í launatöfluna:

    • Setja inn í hlutfall eða fasta

    • Þetta er nauðsynlegt til að hægt sé að skrá laun á nýja launaliðinn

 

Afrita stéttarfélag

 

Afrita stéttarfélag

 

 

  1. Smelltu á það stéttarfélag sem þú ætlar að afrita.

    • Smelltu á "Afrita" hnappinn

  2. Í nýja spjaldinu skaltu:

    • Setja inn nýtt númer og nafn fyrir Stéttarfélagið

    • Áður en aðrar breytingar eru gerðar, smella á "Afrita og loka" hnappinn

  3. Opnaðu síðan nýja stéttarfélagið til að gera frekari breytingar, svo sem:

    • Kennitölu

    • Vefskilum

    • Launaútreikning

    • Gera aðrar nauðsynlegar stillingar