Aldurshækkanir stofna ný spjöld, laga virkni
...
ATH! þó svo að samningsnúmerið sjáist í föstum liðum, þá er það bara birting úr grunnlaunaspjaldi. Því verður að handskrifa númerið ofan í reitinn samningur til að virkja yfirskrift í öðrum forritum, eins og innlestri og sækja ávinnslur.
Hækkun á föstum liðum
Í hliðarvali : Kjarni > Laun > Aðgerðir er aðgerðin Fastir liðir hækka upphæðir
Þessi aðgerð er notuð til að hækka þær upphæðir sem hafa verið handskráðar í spjöld starfsmanna "Fastir liðir"
Athugið að hækkun er framkvæmd í tveimur skrefum, fyrst er fyllt út í valská og tillögur birtast í lista. Vista þarf þennan lista til þess að hækka upphæðir.
Valglugginn virkar sem hér segir:
Hægt er að velja um fyrirtæki, samning, launaflokk og ráðningarsamning. Ef ekkert er valið, þá virkar hækkun á alla launaliði sem eru skráðir inn í fasta liði með krónutölu.
Skrá þarf inn Frá dag hækkunar.
Gildið er prósentan ef hlutfallsækkun eða krónutalan ef hakað er við krónuhækkun í Tegund.
Hámark: Sú tala sem skráð er hér (ef við á) verður hæsta talan sem til verður við hækkun, hvað sem skráð prósenta gefur mikla hækkun. Athugið að ef einhver tala er hærri í föstum liðum áður en aðgerð er keyrð, þá verður hún lækkuð niður í þessa tölu.
Lágmark: Sú tala sem skráð er hér (ef við á) verður lægsta talan sem til verður við hækkun, hvað sem skráð prósenta gefur litla hækkun.
Hægt er að haka við Hækkun gerð í heilum krónum ef ekki á að bjóða upp á aura í upphæðum.
Hnappurinn Framkvæma kallar á glugga sem sýnir tillögu að hækkun.
Ef ekki á að hækka alla sem upp koma þá er ekki hakað við þá.
Hækkun er síðan framkvæmd með því að smella á aðgerðarhjólið í tækjaslánni.
Bókhaldslykill skipulagseiningar inn í listum.
...