Aldurshækkanir stofna ný spjöld, laga virkni
Það getur komið fyrir að búið sé að skrá nýtt grunnlaunaspjald fram í tímann hjá starfsmanni þegar viðkomandi kemur upp í aldurshækkanatillögu.
Í slíku tilfelli kemur nú rauðletruð athugasemd við nafn viðkomandi starfsmanns.
Ef þetta kemur fyrir, þá þarf að haka við að sleppa skuli viðkomandi starfsmanni í aldurshækkunum og handskrá breytinguna ef hún á í raun við.
Athugið að þegar hakað hefur verið við Selppa verður að Vista þá skráningu áður en aðgerðin er keyrð af stað.
Ef hækkunin er vistuð þrátt fyrir þessa viðvörun, þá verða til tvær færslur með gildistíma til 31.12.9999 og það er ekki leyfilegt í grunnlaunaspjaldi.
Endurbætt forritun við afleiðingar á yfirskrift á samningi-launaflokki-þrepi í föstum liðum.
Hægt er að yfirskrifa SAM-LF-Þ á völdum færslum í spjaldinu fastir liðir. Þegar það er gert þá er grunnlaunaspjald starfsmanns ekki skoðað þegar þessir völdu launaliðir koma inn í launaskráningu eða í skuldbindingu viðkomandi starfsmanna.
Þessari virkni var breytt þar sem hún útilokaði handskráningu á þrepi númer 0. Kjarni leit á 0 sem tóman reit og fletti því ávallt upp í grunnlaunaspjaldi þegar núll var handslegið inn í reitinn þrep í launaskráningu.
Breytingin veldur því að ef yfirskrifa þarf launaflokk eða þrep í föstum liðum starfsmanns, þá verður jafnframt að yfirskrifa samninginn, þó svo að það sé mögulega sami samningur og skráður er í grunnlaunaspjaldið. Þetta þarf að gera til að innlestur og ávinnslur/skuldbindingar taki einni tillit til yfirskriftar á launaflokki eða þrepi.
ATH! þó svo að samningsnúmerið sjáist í föstum liðum, þá er það bara birting úr grunnlaunaspjaldi. Því verður að handskrifa númerið ofan í reitinn samningur til að virkja yfirskrift í öðrum forritum, eins og innlestri og sækja ávinnslur.
Bókhaldslykill skipulagseiningar inn í listum.
Nú er hægt að draga svæðið Bókhaldslykill skipulagseiningar inn í launalista til afstemminga.
Logib flokkun fyrir jafnlaunavottun bætt á stöður
Logib flokkun fyrir jafnlaunavottun hefur verið bætt á stöður í Kjarna. Sjá nánari upplýsingar hér.
Lokun útborgunar
Nú er hraðvirkara að loka útborgun. Neðst í aðgerðaglugga er sýnilegt í hvaða aðgerð Kjarni er kominn í ferlinu við að loka útborgun. Frekar mikill tími fer í að vista launaseðla.
Bunkainnlestur - bætt villumeðhöndlun
Ef reynt er að lesa inn færslur á óvirkan starfsmann, þá kemur villumelding á "Bunki í launaskráningu" og færslan er ekki lesin inn í útborgun.
Texta breytt, þannig að færslur sem lesast eðlilega inn í bunka, en lesast ekki alla leið inn í launaskráningu fá textann "Ekki flutt í skráningu"
Skrá laun - hægt að vista uppsetningu hjá hverjum notanda
Hægt að draga inn dálka að vild í launaskráningu og vista sniðmátið með því að velja "Geyma útlit". Skjáútlit er geymt á hvern notanda fyrir sig.
Ef loka skal á leyfi til þess að vista skjáútlit, þarf að skrá inn stillingu í XAP > Gildi : „RegisterLayout“ sem „false í XapValues.
Skrá laun - Ný svæði
Nýtt svæði er komið í Velja dálka. Þetta er útreiknað svæði sem margfaldar saman upphæð og persónuálag.
Hálfsmánaðarútborgun
Hálfsmánaðarútborganir verða að vera innan skilagreinamánaðar RSK, þó svo að vinnutímabil skarist mögulega við aðra mánuði.
Dæmi: Vinnutímabil er frá 28. september til 12.október. Þá er dagsetning útborgunar skráð frá 1.-15.október - en aukatímabil skráð rétt vinnutímabil. Næsta tímabil er frá 13.til 27.október. Dagsetning útborgunar er skráð 16.-31.október en rétt vinnutímabil skráð í aukatímabilið.
Á þennan hátt reiknast skattkortið ávalt rétt fyrir mánuðinn og staðgreiðsluskilagrein fer eðlilega inn til RSK.IS
Áætlun - sækja rauntölur
Ef einhverjir launamenn í áætluninni voru ekki með skilgreinda ráðningategund þá kom villa og ekki hægt að sækja neinar rauntölur. Þessu hefur nú verið breytt þannig að hægt er að sækja rauntölur þrátt fyrir á tegund ráðningar sé óskilgreind.