...
Aðgerðin “Uppfæra samning, launaflokk og þrep í skráningu” var að setja persónuálag á alla skráða launaliði, hvor sem þeir voru merktir að sækja álag eða ekki. Þetta hefur verið lagfært.
Hægagangur í launasamþykkt - Kjarni vefur
Upp var að koma hægagangur í launasamþykkt hjá aðilum sem hafa aðgang að fleirri starfsmönnum en þeir eiga að samþykkja. Aðgerðin hefur verið yfirfarin og endapunkti breytt til að auka hraða.
Flýtiskráning - bæta svæðinu Launahópur í skilyrði
Svæðinu “Launahópur” hefur verið bætt í skilyrði fyrir flýtiskráningu svo nú er hægt að sækja færslur í flýtiskráningu fyrir ákveðin launahóp.
Flýtiskráning - bæta inn þeim valmöguleika að draga inn svæðið álag
Nú er hægt að draga álag inn í flýtiskráningu úr aðgerðinni Velja dálka.
Launaliðir - svæðið launaliður í launatöflu virkjað
Í flipanum "Tafla/Seðill/Hópar" á launalið er til svæði sem heitir Launaliður í launtöflu og það svæði var ekki virkt. Svæðið hefur núna verið virkjað og virkni þess er þannig að hægt að láta launalið sækja hlutföll í launtaöflu útfrá öðrum skilgreindum launalið.
Launaseðill - bæta nafni kostnaðarstöðvar í haus þegar stöðum er skipt upp
Bætt hefur verið við þeim möguleika að birta heiti kostnaðarstöðva í haus á launaseðli þegar stöðum er skipt upp á honum. Til þess að virkja þann möguleika skal senda beiðni á service@origo.is.
Bankaskrá innheimtuaðila - fleirri en ein innheimta með sömu kennitölu
Ef sama kennitala var á fleirri en einni innheimtu þá var bankaskrá innheimtuaðila ekki að sundurliða færslurnar í skránni niður á bankareikninga. Þetta hefur verið lagfært og núna skilar bankaskráin línu fyrir hvern reikning þó um sömu kennitölu sé að ræða.
Fastir liðir - yfirskrifaður taxti - afturvirkar leiðréttingar
Aðgerðin "Leiðrétta laun" sækir núna í leiðréttingu fjárhæðir sem eru yfirskrifaðar í föstum liðum og leiðréttir breytingar á þeim. Leiðrétting er framkvæmd hvort sem taxti er yfirskrifaður eða ný lína stofnuð með nýrri fjárhæð. Hakað er í svæðið “Launatöfluhækkun” þegar leiðrétting er framkvæmd.
Dagpeningaskýrsla - virkni þegar dagpeningar eru ekki bókaðir
Dagpeningaskýrslan var upphaflega þróuð fyrir bókaða dagpeninga í dagpeningakerfinu. Virknin hefur verið lagfærð svo að nú er einnig að að senda skýrsluna þó ekki sé verið að bóka dagpeningana.
Skattkort - þak á skráningu ónýtts persónuafsláttar
Nú er ekki hægt að skrá í svæðið “Ónotaður” í skattkortaspjaldi hærri fjárhæð en sem nemur fjölda mánaða sem liðnir eru af ári. Ef reynt er að skrá í svæðið hærri fjárhæð kemur upp melding um hversu háa fjárhæð má skrá á þeim tímapunkti. Aðeins er verið að horfa á skráningar í svæðið “Ónotaður” en ekki er sannreynt hversu mikið er búið að nýta ef starfsmaður hefur verið á launum fyrr á árinu.
Launabreytingar - bæta aukastöfum í prósentudálk
Í aðgerðinni að Breyta launum í Launabreytingar á Kjarna vef hefur prósentu svæðið verið lagfært og aukastöfum fjölgað í 4 fyrir nákvæmari birtingu. Nú er bæði hægt að skrá hækkun í krónum eða prósentum. ATH. ef prósentan er ekki heil þarf að skrá hana inn með punkti en ekki kommu. Td. 3.55%
Launabreytingar - geta valið fleirri en einn rökstuðning breytinga
Nú er hægt að velja fleirri en einn röskstuðning/ástæðu launabreytinga.
Launabreytingar - geta smellt á línu og séð færsluna sem stofnuð var
Þegar færslur eru skoðaðar undir “Launabreytingar” er nú hægt að smella á nafn og upp kemur sami gluggi og þegar launabreytingin var stofnuð. Þessi gluggi er einungis til skoðunar og engu hægt að breyta þar.
Launabreytingar - síur og röðun á listanum
Röðun listans var breytt þannig að hann opnast alltaf með nýjustu launabreytinguna efst. Hægt er að breyta röðun í svæðinu “Gildir frá” með því að smella á dálkinn og filter var bætt í aftasta dálkinn “Staða launabreytingar”. Einnig var teljara bætt neðst á hverja síðu sem birtir fjölda launabreytinga miðað við val.
Launabreytingar - taka listann “Launabreytingar” út í excel.
Excel hnappi var bætt í listann launabreytingar svo nú er hægt að taka hann út í excel
Launabreytingar - rafræn undirritun
Þeim möguleika hefur verið bætt við launbreytingar á Kjarna vef að hægt er að senda þær í rafræna undirritun. Ef áhugi er á að kveikja á þeirri virkni skal senda beiðni þess efnis á service@origo.is
Launabreytingar - tölvupóstur þegar launabreyting er stofnuð
Þegar launabreyting er stofnuð er hægt að láta senda tölvupóst á skilgreind netföng. Pósturinn innihledur “Skoða” hnapp sem flytur viðkomandi beint inn launabreytingar.
Ef áhugi er á að virkja þessar tölupóst sendingar skal senda beiðni þess efnis á service@origo.is
Launabreytingar - tölvupóstur þegar launabreytingu er hafnað
Þegar launabreytingu er hafnað er hægt að láta senda tölvupóst að starfsmaninn. Ef áhugi er á að virkja þessar tölupóst sendingar skal senda beiðni þess efnis á service@origo.is
Kjarna vefur - birting úttekins orlofs í orlofsyfirliti
Þegar úttekið orlof var skráð í opna útborgun var sú úttekt að birtast í orlofsyfirliti fyrir líðandi mánuð en staðan uppfærðist ekki fyrr en við lokun útborgunar. Virkninni hefur verið breytt þannig að úttekt líðandi mánaðar birtist ekki í orlofsyfirliti á Kjarna vef fyrr en útborgun hefur verið lokað og er þá í samræmi við birta stöðu orlofs þar.
Áætlun á vef - bæta röðun í skýrslum
Nú er greinilegra í skýrslum áætlunar á vef hvort flokkun er í gangi í dálkum og greinilegt með örvum hvort verið er að raða í hæstu eða lægstu röð.
Áætlun á vef - hægagangur
Verulega hafði hægt á launaáætlun á vef, bæði þegar hún var opnuð og þegar færslur voru reiknaðar. Aðgerðin hefur verið lagfærð og er nú mun harðvirkari.
Áætlun á vef - dálkalistar
Nýjum lista hefur verið bætt við undir “Skýrslur” í áætlun sem ber heitið dálkalistar. Stofna þarf dálkalista í Kjarna client svo hægt sé að nota þessa lista. Hægt er að óska eftir aðstoð frá ráðgjöfum Origo við stofnun dálkalista með því að senda erindi þess efnis á service@origo. Hér má sjá upplýsingar um þessa virkni í handbókinni: Launaáætlun á vef
Hjá þeim viðskiptavinum sem eru með opið á skýrsluna “Laun” á Kjarna vefnum munu dálkalistarnir einnig birtast með öðrum atriðum undir svæðinu Laun.
Tímon - stilling vegna starfsaldurs
Í Kjarna er verið að senda svæðið "Viðmið til launa" yfir í Tímon til að birta starfsaldurinn. Útbúin var ný skipun sem skrá þarf í Gildi ef verið er að nota starfsaldur útfrá greiddum stöðugildum svo að rétt dagsetning skili sér yfir.
Hægt er að senda póst á service@origo.is til að fá aðstoð við að setja nýju skipunina inn ef starfsaldur útfrá greiddum stöðugildum er í notkun
Breytingar á PwC skýrslu
Að beiðni PwC voru gerðar smávægilegar breytingar á skýrslunni í Kjarna. Heitum var breytt á tveimur svæðum sem skráð eru undir flipanum “Kjarakannanir” á stöðum og fellilistum bætt við þau svæði. Einnig var einum dálki bætt í dálkalista skýrslunnar svo þeir eru núna 19 talsins. Ef þörf er á aðstoð við að bæta nýjum dálki við skal senda beiðni þess efnis á service@origo.is. Sjá nánari leiðbeiningar hér: Markaðslaun PwC
Bæta við prufukeyrslu á formúlum í ávinnslum
Bætt hefur verið við þeim möguelika að prufukeyra breytingar sem gerðar eru á formúlum í ávinnsluliðum í ávinnsluhring.
Starfafjölskylda afritast ekki með í grunnlaunaspjaldi
Þegar færsla var afrituð í grunnlaunaspjaldinu var starfafjölskyldan ekki að afritast með. Þetta hefur verið lagað.