Reiknað stöðugildi tímalauna í hlutastarfi
Stöðugildi voru ekki að reiknast á tímalaun hjá þeim sem voru ekki með 100% í vinnuskyldu. Hægt er að endurreikna stöðugildi í lokuðum útborgunum sjá handbók Endurreikna stöðugildi
Yfirlit yfir send vefskil
Nýr valskjár kemur nú upp þegar farið er í "Send vefskil" úr aðgerðum launa í valmynd til hægri.
Ný svæði í listanum Grunnalun
Svæðinu "Svið" úr tengingum innan fyrirtækis og "Hlutfall" úr vinnutímaspjaldi hefur nú verið bætt við listann.
Ekki rétt gildi í valskjá fyrir sendingar skilagreina
Valskjár í sendingum skilagreina fyrir skilagreinamánuð var ekki að koma með vísis númer allra útborgana skilagreinamánaðar, þetta hefur nú verið lagað. Einnig er búið að laga að númer stofnana stéttarfélaga komi inn í valskjá þegar valið er að senda skilagreinar með tölvlupósti.
Taka vistun launaseðla úr ferlinu Loka útborgun
Þegar útborgun er lokað vistast nú ekki sjálfkrafa launaseðlar í skjalaskáp. Hægt er að keyra aðgerðina úr valtré til vinstri undir aðgerðir.