Forsíða - "flís" fyrir hlekki
...
Eftir útgáfu 18.9.1 virkuðu ekki allar stillingar á starfsmannavef sem skyldi, þ.e. þær stillingar sem földu svæði, auk þess sem launaupplýsingar undir Valmynd voru ekki aðgengilegar. Hvoru tveggja hefur nú verið lagað.
Afmælisbörn dagsins - stilling fyrir birtingu afmælisbarna
Bætt hefur verið við stillingu þar sem hægt er að takmarka hvaða starfsmenn birtast í afmælisbörnum dagsins á starfsmannavefnum út frá ráðningarmerkingu og tegund ráðningar. Stillingin er sett í Aðgerðir > Vefgildi. Sjá stillingar fyrir starfsmannavefinn hér.
ATH. ef engin stilling er inni birtast allir starfsmenn óháð ráðningarmerkingu og tegund ráðningar.
Windows innskráning í Internet Explorer
Vandamál hafa komið upp í tengslum við Windows innskráningu í Internet Explorer. Til þess að leysa það er hægt að setja *.starfsmenn.is sem trusted site hjá notanda. Best er að starfsmenn í tölvudeild setji það í Group Policy á AD til þess að koma þessu inn hjá öllum notendum.
"Mínar upplýsingar" og "Námskeið" ekki að birtast á upphafssíðu
Sumir notendur voru að lenda í því að þegar þeir skráðu sig inn á starfsmannavefinn voru "Mínar upplýsingar" og "Námskeið" ekki að birtast nema vafrinn væri frískaður. Þetta hefur verið lagað.