Töflusaga öflusaga launamanna sýnir allar launahækkanir út frá launatöflum launamanns sem skráðar eru á hann í grunnlaunaspjaldi.
Listann er hægt að opna á nokkrum stöðum í Kjarna
Laun - Listar og stofnskrár
Launatöflur
Töflusaga launamanna er aðgengileg beint úr launatöflum.
Annars vegar með því að smella á aðgerðarhjólið í launatöflum og velja þar Töflusaga launamanna.
Og hins vegar með því að hægri smella á valinn gildisdag fyrir ákveðin samning og smella þar á Töflusaga launamanna.
Grunnlaunaspjald
Í grunnlaunaspjaldi er kominn nýr hnappur “Töflusaga” sem smellt er á fyrir Töflusögu launamanna.
Valskjárinn opnast þarna með launamannanúmeri starfsmanns og samningsnúmer launatöflu.
Töflusaga launamanna
Ef starfsmenn með takmarkaðan aðgang að Kjarna eiga að fá aðgang að listanum Töflusaga launamanna þarf að bæta skipun í hlutverkið sem viðkomandi er með.
Til þess að fá hana inn þarf að senda beiðni þess efnis á service@origo.is