...
Hægt er að tengja markhópa á námskeið og starfsmannavefurinn birtir þá námskeið í Námskeið í boði út frá markhópum. Ef enginn markhópur er tengdur á námskeið þá birtist viðkomandi námskeið hjá öllum starfsmönnum en ef markhópur er tengdur á námskeið þá birtist námskeiðið eingöngu hjá þeim starfsmönnum sem tilheyra þeim markhópi sem tengdur er á námskeiðið.
Orlofsyfirlit - orlof í dögum
í einhverjum tilvikum kom upp á vinnuskylda starfsmanns væri 0 í orlofsyfirliti, þrátt fyrir að hún væri ekki 0 í Kjarna, og þá gekk ekki að umreikna orlofi í daga á orlofsyfirlitinu. Þetta hefur nú verið lagað þannig að vinnuskyldan komi alltaf rétt.
Hægt að fela stillingar
Hægt var að fela ákveðna valmöguleika innan Stilling í Valmynd, t.d. breyta lykilorði og/eða sækja app. Nú er einnig hægt að fela Stillingar alveg eins og þær leggja sig þannig að valmöguleikinn birtist ekki í Valmynd, sjá nánar hér.
Upplýsingagluggi fyrir Leit að hæfni
Hægt er að hafa upplýsingaglugga í Starfsmannaleit ef kveikt er á Leit að hæfni. Þessi upplýsingagluggi kemur þegar farið er með músina yfir i "hnapp" fyrir neðan leitargluggann. Sjá upplýsingar hér um þá stillingu sem þarf að setja inn.