Punktafjöldi
...
á námskeið
Bætt hefur verið við svæði fyrir punktafjölda sem námskeiðið gefur í námskeiðsspjald þegar námskeið er stofnað. Þetta svæði er hægt að birta í námskeiðslista og lista fyrir námskeiðsspjald. Upplýsingarnar eru bæði birtar inni í Kjarna og á starfsmannavef.
Skráningar- og afskráningarfrestur
Nú er hægt að hafa mismunandi skráningar- og afskráningarfrest fyrir námskeið á starfsmannavef. Grunnstillingarnar í vefnum eru þannig að skráning og afskráning er leyfð þar til námskeið hefst. Nú hefur því verið bætt við stillingarmöguleika þar sem viðskiptavinir geta breytt þessum staðlaða skráningar-/afskráningarfresti. Stillingarnar eru settar inn í XAP > Gildi í kerfisvalmynd Kjarna. Stillingin Employee.Api.Value.CourseDeadlineRegister er fyrir skráningu og stillingin Employee.Api.Value.CourseDeadlineCancel fyrir afskráningu. Í svæðið Gildi fyrir hvora stillingu er skráður skráningar-/afskráningarfresturinn í klukkustundum. Ef einstaka námskeið eiga að hafa annan skráningar-/afskráningarfrest en almennt þá er nú einnig hægt að viðhalda skráningar-/afskráningarfresti á námskeiðunum sjálfum með því að yfirskrifa þann klukkustundafjölda sem birtist út frá almennu stillingunum.
Flokkun námskeiða eftir námskeiðsflokki eða -tegund
Nú er hægt að flokka námskeið á starfsmannavef eftir námskeiðsflokki eða -tegund. Sjá upplýsingar um stillingu hér
Fyrirsögn námskeiðshluta á starfsmannavef > Viðburðir og námskeið
Hægt er að breyta fyrirsögn námskeiðshluta á starfsmannavef þannig að þar sé fyrirsögnin Viðburðir og námskeið. Sjá upplýsingar um stillingu hér.
Námskeið sem ég er skráð(ur) á efst eða neðst
Almennt birtast efst á námskeiðssíðu upplýsingar um þau námskeið sem starfsmaður er skráður á. Nú er hægt að setja inn stillingu til þess að birta þessar upplýsingar neðst á síðunni. Sjá upplýsingar um stillingu hér.
Viðbótarspurningar á námskeiðs-/viðburðarskráningu
Hægt er að tengja inn viðbótarspurningar sem birtast starfsmanni á starfsmannavef þegar hann skráir sig á námskeið/viðburð sem viðbótarspurningar eru tengdar á. Þetta getur t.d. átt við ef tekið er á móti skráningum á árshátíð í gegnum viðburðaskráningu á starfsmannavef. Þá er hægt að tengja á viðburðinn viðbótarspurningar eins og hvort maki komi með og hvort óskað sé eftir grænmetisrétti. Svör við þessum viðbótarspurningum er hægt að taka út í lista í hliðarvalmynd fræðsluhluta Kjarna, Fræðsla > Svör viðbótarspurninga.