...
Þegar starfsmannatré í hliðarvali og launaskráningu er flokkað eftir “kostnaðarstöð nr” eða “kosntaðarstöð “kostnaðarstöð vísir” kemur nafn kostnaðarstöðvar nú fram fyrir aftan númerin.
Starfsmannatré - bæta svæðinu "Launafulltrúi" í flokkun
Nú er hægt að flokka starfsmannatré í hliðarvali og launaskráningu eftir bæði nafni og númeri launafulltrúa.
Skattaafsláttur vegna erlendra sérfræðinga
Nýrri virkni hefur verið bætt við Kjarna varðandi skráningu á skattaafslætti vegna erlendra sérfræðinga. Nú er hægt að skilgreina afsláttin undir flipanum “Launakerfi” í starfsmannaspjaldi. Fyrir þessa virkni þarf að stofna nýjan launalið og nýja reiknireglu og geta ráðgjafar Origo aðstoðað við það ef beiðni þess efnis er send á service@origo.is.
Gjaldheimtugjöld - reikningur þegar starfsmenn eru með laun í fleiri en einni útborgun á sama tímabili.
Virknin í Gjaldaspjaldi hefur verið bætt þannig að ef starfsmaður er með laun í fleiri en einni útborgun á sama tímabili og nær ekki að fullgreiða gjöldin í einni útborgun þá færast eftirstöðvarnar í svæðið “Eldri skuld” í gjaldaspjaldi þegar þeirri útborgun er lokað. Þegar launin eru reiknuð í næstu útborgun sem starfsmaður er með laun í þá reiknast eftirstöðvar gjaldheimtugjalda þar.
Stéttarfélög - senda skilagrein á
...
fleiri en eitt netfang
Nú er hægt að senda skilagrein stéttarfélgs með tölvupósti á fleirra fleiri en eitt netfang með því að skrá þau inn með semíkommu á milli.
Skrá laun - hægt að skrá inn í svæðið Kostnaðarstöð númer
Ef svæðið “Kostnaðarstöð nr” var dregið inn í skrá laun þá var ekki hægt að skrá númer beint í það svæði líkt og hægt er fyrir svæðið “Kostnaðarstöð vísir”. Úr því hefur verið bætt og núna er hægt að skrá inn í bæði svæðin eða leita í fellilista.
Til minnis - gera miða sýnilegan í launaskráningu
Spjaldið “Til minnis” hefur verið gert sýnilegra í skráningu launa. Ef hakað er í svæðið “Sýna” birtist minnismiðinn þar neðst. Þegar búið er að afgreiða miðann er hakið tekið úr svæðinu sýna og þá hættir miðinn að birtast. Spjaldið til minnis er einnig orðið aðgengilegt í starfsmannatré í skráningu launa.
Fastir launaliðir - mögulegt að skrá aukastafi í svæðið "yfirskrifuð upphæð"
Nú er hægt að skrá aukastafi í svæðið “Yfirskrifuð upphæð” í föstum liðum.
Sækja fasta launaliði - bæta launafulltrúa í skilyrði
Svæðinu “Launafulltrúi” hefur verið bætt í valskjá þegar fastir launaliðir eru sóttir svo hægt er að framkvæma aðgerðina fyrir valinn launafulltrúa.
Villur og aðvaranir - bæta launafulltrúa í lista
Nú er hægt að birta heiti launafulltrúa í listanum villur og aðvaranir sem aðgengilegur er undir Skoða og þegar útborgun er lokað. Til þess að virkja þessa birtingu er hægt að senda beiðni þess efnis á service@origo.is.
Launaseðli skipt upp eftir stöðu
Ef kveikt er á skiptingu á launaseðli niður á stöðu er núna hægt að bæta inn auka skipun til að fá aðeins nafnið á stöðunni í línuna. Þá birtist ekki samningur launaflokkur og þrep. Til þess að virkja þessa skipun er hægt að senda beiðni þess efnis á service@origo.is.
Valskjár fyrirtækjalista - bæta launafulltrúa í val
Í valskjá fyrirtækjalista hefur svæðinu “Launafulltrúi” verið bætt við svo hægt sé að kalla fram gögn valins launafulltrúa.
Aldurshækkanir - bæta launafulltrúa í skilyrði
Í valskjá aldurshækkana hefur svæðinu “Launafulltrúi” verið bætt í skilyrði svo að hægt sé að framkvæma aldurshækkanir fyrir ákveðin launafulltrúa.
Starfsaldursviðmið á starfsmanni þegar hann er stofnaður
Þegar verið er að nota starfsaldur útfrá greiddum stöðugildum var starfsaldursviðmið að birta ranga dagsetningu. Þetta hefur verið lagfært svo að núna birtist þar ráðningardagsetning starfsmanna.
Fagaldur
Útfærð hefur verið virkni til útreikings Fagaldurs í Kjarna. Stofna þarf tegundir starfsaldurs og tengja á þær launatöflur sem vinna með fagaldur. Sjá nánar hér: Starfsaldur
Fyrir aðstoð við uppsetningu er hægt að senda beiðni á service@origo.is
Orlofsstaða, Orlofsyfirlit - bæta við svæði
...
Stéttarfélagi hefur verið bætt í svæðið “Sýnileg gögn” í skýrslunni Laun á Kjarna vef.
Launabreyting - bætt við röðun í undirritun skjals
Í útgáfu 23.2.1 var bætt við rafrænni undirritun fyrir launabreytingar. Aftur á móti gleymdist að bæta við röðun undirritenda sem kom í sömu útgáfu fyrir rafræn skjöl við rafræna undirritun fyrir launabreytingar. Því hefur nú verið bætt við.
Launabreyting - valin lína birtist í sprettiglugga
Núna þegar smellt er á línu í listanum yfir launabreytingar opnast hann í sprettiglugga. Áður var erfitt að sjá textan sem skráður var í rökstuðning ef textinn var langur.
Taka reikniliði með inn í launaupphæð í samþykktaferli launabreytinga
Ef launaliðir sem skilgreindir eru með skipuninni: PayChangeApprove.Salary.Additional koma í launaskráningu frá reikniliðum þá eru þeir núna einnig að birast undir svæðinu “Önnur föst laun” Áðu voru einungis að birtast þar launaliðir sem komu úr föstum liðum.
Dagpeningabeiðni - bæta við textasvæði fyrir athugasemdir
Notendur geta núna skráð athugasemdir þegar þeir stofna dagpeningabeiðnir á starfsmannavef. Skráðar athugasemdir birtast svo stjónendum á Kjarna vef.
Samþykkt dagpeningabeiðni skili sér sem samþykkt færsla inn í dagpeningafærslur
Virkni dagpeningabeiðna frá starfsmannavef hefur verið breytt þannig að þegar stjórnandi samþykkir dagpeningabeiðni á Kjarnavef þá kemur færslan samþykkt inn í dagpeningafærslur bæði á vef og í client.
Dálkalistar - ný tegund
Nú er hægt að sækja launaliði út frá launategund launaliðar þegar verið er að setja inn launaliði fyrir dálkalista og einnig þegar verið er að búa til launaliðahópa. Settur hefur verið inn nýr takki fyrir aftan launaliðaheiti þegar verið er að velja launaliði og hinsvegar fyrir aftan launaliðahópsnafn þegar verið er að skilgreina launaliðahóp. Sjá nánar hér:Dálkalistar og hér: Launaliðahópar
Dálkaveflisti hægt að skilgreina sjálfgefin niðurbrot fyrir hvern lista
Nú er hægt að vera með fyrirfram skilgreint niðurbrot í dálkalistum áætlunar. Þau eru skilgreind á dálkalistanum sjálfum undir skýrslur í client. Hægt er að senda beiðni á service@origo.is til að fá aðstoð við þær stillingar.
Dálkaveflisti - nýtt niðurbrot "Vinnuform"
Nú er hægt að velja Vinnuform launaliða inn í niðurbrot dálkalista ef það er notað.
Starfsmannavefur - Birta launamiða í sér flís
Nú er hægt er að birta launamiða á starfsmannavef. Kveikja þarf sérstaklega á þeirri virkni í vefgildi og bæta inn línu í hlutverkið fyrir starfsmannavefinn.
Hægt er að senda beiðni á service@origo.is til að óska eftir að virkja þessa birtingu.