...
Þegar viðbótarstarfsaldur er skráður á starfsmann í spjaldinu Starfsaldur þá koma ekki lengur upp í listann útreiknuðu tegundirnar Starfsaldur í fyrirtæki og Lífaldur. Þetta eru þær tegundir sem Kjarni notar til útreiknings í tengslum við aldurshækkanir en ekki tegundir sem notendur eiga að skrá á í spjaldinu. Það gat því valdið ruglingi að þessar tegundir birtust þarna inni. Núna koma því bara upp í listann þær tegundir sem notendur geta skráð á.
Dálknum "yfirmaður" bætt í listann ráðningarsamningar
APPAIL-1767
Upplýsingar um yfirmann hefur verið bætt í listann ráðningarsamningar þannig að nú er hægt að birta næsta yfirmann á samningum sem eru útbúnir í kerfinu.
Skipurit í hliðarvalmynd - fríska og leita
APPAIL-2437
Fríska hnappi hefur verið bætt við skipurit í hliðarvalmynd þannig að nú er hægt að fríska skipuritið eftir að breytingar hafa verið gerðar á skipuriti. Einnig hefur leitarmöguleika verið bætt við skipuritið, sambærilegum leitinni í starfsmannatrénu. Í skipuritinu er nú hægt að leita eftir nafni á skipulagseiningu og nafni á starfsmanni.