...
Notandi sem var bara með aðgang á ákveðnum auglýsingum var að sjá allar auglýsingar og umsækjendur í sinni upphafsvalmynd. Það hefur nú verið lagað svo þessi
notandi sér bara þær auglýsingar og þá umsækjendur sem hann hefur aðgang að.
...
Fleiri en eitt fyrirtæki á auglýsingu
Lagfæring var gerð þannig að nú er hægt að tengja fleiri en eitt fyrirtæki á auglýsingu í einu án þess að vista breytingarnar á milli.
Auglýsingar - ný svæði
Svæðunum Lausar stöður og Samstarfsaðili hefur verið bætt á auglýsingar. Í svæðið Lausar stöður er hægt að skrá fjölda þeirra sem markmiðið er að ráða fyrir tiltekna auglýsingu.
Ítarlegri upphafsvalmynd
Bætt hefur verið inn möguleika á að hafa auglýsingahluta upphafsvalmyndar ítarlegri en staðlaða auglýsingahlutann. Sjá nánar hér.