Aðgerðir til að eyða umsóknum og umsækjendum eftir ákveðinn fjölda mánaða
Komnar eru aðgerðir í kerfið sem eyða umsóknum og umsækjendum eftir ákveðinn fjölda mánaða. Þessi aðgerð hentar sérstaklega þeim sem vilja eingöngu geyma gögn umsækjenda í ákveðinn langan tíma, t.d. 6 mánuði frá því að gögn voru send inn. Nánari upplýsingar má finna í notendahandbók.
Tölfræði auglýsinga - ný skýrsla
...
Þegar umsækjandi um starf er merktur sem ráðinn í ráðningarhlutanum sendist tölvupóstur á fyrirfram skilgreinda aðila. Bréfið var áður með stöðluðum texta en hún hefur því verið breytt og notendur geta sjálfir hannað bréfið undir Stofnskrár > Bréf. Sjá nánar hér. .
Stofna umsókn í gegnum Heildaryfirlit umsækjanda
Þegar umsókn var stofnuð handvirkt í gegnum heildaryfirlit umsækjanda þá komu ekki allar upplýsingar um umsækjandann ef viðkomandi átti til umsókn fyrir. Þetta hefur verið lagað og núna koma upplýsingar um námsferil og starfsferil ef umsækjandinn hefur fyllt út þessar upplýsingar á umsóknarvefnum. Viðhengin, ef umsækjandi á til viðhengi sem tengjast umsækjandanum, tengjast umsókinni þegar hún er vistuð og birtast því ekki þegar umsóknin er stofnuð.
Stofna umsókn í gegnum umsóknarlista
Hægt er að stofna umsókn í gegnum listann Umsóknir. Umsækjandi er valinn, auglýsing og staða umsóknar. Þegar færslan er svo vistuð þá sækir kerfið upplýsingar um námsferil, starfsferil og skjöl sem tengd eru umsækjandanum.
Tengja skjal á umsækjanda
Ekki var hægt að tengja skjal á umsækjanda en það hefur verið lagað. Passa verður að ef annar eigandi skjals en umsækjandi er valinn, t.d. umsókn, að þá verður að velja númer eiganda skjals (fyrir eiganda skjals = umsókn er það auglýsingin sem viðkomandi umsækjandi hefur sótt um).
Umsækjandaröðun bætt í listann Umsóknir
Umsækjandaröðun hefur nú verið bætt við sem vali í listann Umsóknir.
Fleiri en eitt gildi valið í valskjá í listanum Umsóknir
Ef fleiri en eitt gildi var valið í valskjáinn í listanum Umsóknir var ekki að birtast rétt heiti í valskjánum á þeim gildum sem valin voru. Þetta hefur verið lagað.