Þegar búið er að útbúa lista eða skýrslur með ákveðnum gögnum er hægt að vista þær þannig að auðvelt sé að taka út sömu skýrslu aftur með sömu eða nýjum forsendum. Hægt er að vista skýrslurnar undir Möppur > Notendur > Persónuleg mappa.
Í tækjastikunni er að finna þessa hnappa:
Sækja sniðmát: Þessi hnappur sækir skrár sem hafa áður verið vistaðar.
Geyma sniðmát: Ef opnuð er eldri skrá og henni breytt er hægt að vista breytingarnar með því að ýta á þennan hnapp.
Ferli geyma/stofna skrá: Með þessum hnappi opnast ferli til að geyma og vista skrá, annaðhvort í fyrsta sinn eða til að vista afrit af eldri skrá.
Skref 1: Hér byrjar ferið ferlið og valið hnappinn Next Skref 2: Hér er slegið inn heitið á listanum í reitinn Skráarnafn. Í reitinn Skýring er hægt að skrá inn frekari lýsingu á listanum. Neðst á skjánum er svo hægt að setja inn hvort kalla eigi á valskjá. Skref 3: Hér er hægt að stilla hverjir eiga að hafa aðgang að þessum lista (notandi, hópur og/eða hlutverk) og hvort þeir eigi að hafa les- og/eða skrifaðgang. Skref 4: Hér er staðsetning á listanum valin í trénu sem er undir flipanum Möppur í hliðarvalmynd. Skref 5: Upplýsingar um listann birtast og ef allar upplýsingar eru réttar er valið hnappinn Next. Skref 6: Ferli er lokið og skrá hefur verið stofnuð. |
Ath. ef mappa fyrir notanda er ekki til þarf að stofna hana, sjá nánar hér.