Breytt upphafssíða fyrir starfsmannavef
Umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á upphafssíðu starfsmannavefsins. Nú er hægt að birta þar grunnupplýsingar starfsmanns auk upplýsinga sem eiga við á þeim tímapunkti sem starfsmaður skráir sig inn á vefinn, t.d. orlofsstöðu, námskeið og frammistöðumat framundan, námskeiðsmat sem eftir á að svara og afmælisbörn dagsins. Það er stillingaratriði hvaða flísar birtast á upphafssíðunni, sjá nánar hér.
Athugið að ef engin stilling er sett inn fyrir upphafssíðu í vefgildi þá birtast allar flísar sem í boði eru þ.e. Mínar upplýsingar, Námskeið, Orlof, Námskeiðsmat, Frammistöðumat og Afmælisbörn. Ef óskað er eftir aðstoð við að setja inn viðeigandi stillingar skal senda póst á service@origo.is.
Afmælisbörn á upphafssíðu starfsmannavefs
Nú er hægt að birta afmælisbörn dagsins á upphafssíðu starfsmannavefs. Mynd af starfsmanni, nafn og aldur birtist á upphafssíðunni. Hægt er að setja inn stillingu í vefgildi til þess að fela aldur afmælisbarna á upphafssíðu. Stillingin er Employee.Web.Hide.Birthdays.Age = False.
Info | ||
---|---|---|
| ||
Til upplýsinga þá birtast afmælisbörn fyrir alla starfsmenn óháð ráðningarmerkingu og tegund ráðningar, þ.a.l. birtast hættir starfsmenn og ytri aðilar sem afmælisbörn í dag. Þessu verður breytt í framtíðarútgáfu. |
Mínar upplýsingar
Eftir að ofangreindar breytingar voru gerðar á upphafssíðunni var útbúin sér síða fyrir Mínar upplýsingar. Á upphafssíðunni birtast nú bara lágmarks upplýsingar um starfsmann en ítarlegri upplýsingar, sem áður voru aðgengilegar á upphafssíðu, eru aðgengilegar á síðunni Mínar upplýsingar. Hægt er að komast í Mínar upplýsingar með því að smella á hlekk á upphafssiðu eða með því að fara í Valmynd > Mínar upplýsingar.
Punktafjöldi á námskeið
Bætt hefur verið við svæði sem sýnir punktafjölda sem námskeið gefur ef upplýsingar eru skráðar í það svæði í Kjarna.
Skráningar- og afskráningarfrestur á námskeið
Nú er hægt að hafa mismunandi skráningar- og afskráningarfrest fyrir námskeið á starfsmannavef. Grunnstillingarnar í vefnum eru þannig að skráning og afskráning er leyfð þar til námskeið hefst. Nú hefur því verið bætt við stillingarmöguleika þar sem viðskiptavinir geta breytt þessum staðlaða skráningar-/afskráningarfresti. Stillingarnar eru settar inn í XAP > Gildi í kerfisvalmynd Kjarna. Stillingin Employee.Api.Value.CourseDeadlineRegister er fyrir skráningu og stillingin Employee.Api.Value.CourseDeadlineCancel fyrir afskráningu. Í svæðið Gildi fyrir hvora stillingu er skráður skráningar-/afskráningarfresturinn í klukkustundum. Ef einstaka námskeið eiga að hafa annan skráningar-/afskráningarfrest en almennt þá er nú einnig hægt að viðhalda skráningar-/afskráningarfresti á námskeiðunum sjálfum með því að yfirskrifa þann klukkustundafjölda sem birtist út frá almennu stillingunum.
Flokkun námskeiða eftir námskeiðsflokki eða -tegund
Nú er hægt að flokka námskeið á starfsmannavef eftir námskeiðsflokki eða -tegund. Sjá upplýsingar um stillingu hér
Fyrirsögn námskeiðshluta á starfsmannavef > Viðburðir og námskeið
Hægt er að breyta fyrirsögn námskeiðshluta á starfsmannavef þannig að þar sé fyrirsögnin Viðburðir og námskeið. Sjá upplýsingar um stillingu hér.
Námskeið sem ég er skráð(ur) á efst eða neðst
Almennt birtast efst á námskeiðssíðu upplýsingar um þau námskeið sem starfsmaður er skráður á. Nú er hægt að setja inn stillingu til þess að birta þessar upplýsingar neðst á síðunni. Sjá upplýsingar um stillingu hér.
Viðbótarspurningar á námskeiðs-/viðburðarskráningu
Hægt er að tengja inn viðbótarspurningar sem birtast starfsmanni á starfsmannavef þegar hann skráir sig á námskeið/viðburð sem viðbótarspurningar eru tengdar á. Þetta getur t.d. átt við ef tekið er á móti skráningum á árshátíð í gegnum viðburðaskráningu á starfsmannavef. Þá er hægt að tengja á viðburðinn viðbótarspurningar eins og hvort maki komi með og hvort óskað sé eftir grænmetisrétti. Svör við þessum viðbótarspurningum er hægt að taka út í lista í hliðarvalmynd fræðsluhluta Kjarna, Fræðsla > Svör viðbótarspurninga.
Næsti yfirmaður í starfsmannaleit
...
Starfsmaður gat í einhverjum tilvikum skráð sig á námskeið þótt það væri fullt á námskeiðið. Þetta hefur verið lagað.
Breytt upphafssíða fyrir starfsmannavef
Umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á upphafssíðu starfsmannavefsins. Nú er hægt að birta þar grunnupplýsingar starfsmanns auk upplýsinga sem eiga við á þeim tímapunkti sem starfsmaður skráir sig inn á vefinn, t.d. orlofsstöðu, námskeið og frammistöðumat framundan, námskeiðsmat sem eftir á að svara og afmælisbörn dagsins. Það er stillingaratriði hvaða flísar birtast á upphafssíðunni, sjá nánar hér.
Punktafjöldi á námskeið
Bætt hefur verið við svæði sem sýnir punktafjölda sem námskeið gefur ef upplýsingar eru skráðar í það svæði í Kjarna.